Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Side 106
Hörður fáorðari þótt augljóst sé að honum þykir
meira varið í andleg verðmæti og heilbrigði en
í veraldleg verðmæti.
Eg hefi búið erlendis sl. fjögur og hálft ár og
oft verið spurður að því hvaða atvinnu Islend-
ingar stundi. Svarið er að fleiri Islendingar
starfa nú við þjónustu en við nokkuð annað.
Mörgum vefst löng tunga um háls við að heyra
þetta og skilja ekki hvemig það er hægt. Fólk
vildi heyra um fisk eða kom, málma eða olíu.
Kjarni málsins er hins vegar sá að umbúðir og
auglýsingar, skólar og spítalar og stærri og
stærri hús, bæði íbúðir og skrifstofur, umlykja
líf okkar og höfum við vissulega enga sérstöðu
í því efni í hinum vestræna heimi.
Nýtt verðmætamat er nauðsynlegt
Hörður ræðir um að við þurfum að losna úr
netjum gervi- og sölumennsku og vitnar í því
sambandi í kjörorðið „smátt er fagurt“ (bls.
148). Hann heldur því fram að hagvöxtur sé
falskt hugtak af því að .hann mæli aukningu
kostnaðar. T.d. reiknist kostnaður af slysum
sem „verðmætasköpun“ í þjóðhagsreikningum
og einnig reiknist kostnaður af auglýsingum
sem hagvöxtur (bls. 57 og 60-61).
Eg tek heils hugar undir það með Herði að
þörf er á að staldra við og hugleiða hvað er
nauðsynlegt og hvað ekki. Á það við um hvers
konar vörur og þjónustu. Endalaus vöxtur virð-
ist mér óhugsandi, a.m.k. þegar ég tek tillit til
þess að hagvöxtur í Vestur-Evrópu og Banda-
ríkjunum á öldinni sem er að líða stafaði ekki
síst af arðráni á Afríku og Suður-Ameríkulönd-
um. Flestar orku- og hráefnislindir eru tæman-
legar, þ.m.t. fiskurinn í sjónum, ef ekki erhugað
vel að. Hörður notar líkinguna um „þjóðarkök-
una“ sem hann telur nógu stóra og hratt bakaða.
Hann segir að hana þurfi að gera hollari! (bls.
158). Og að mínum dómi er brýnna að skipta
henni réttlátar en að stækka hana.
Sérfræðingaveldi í umbúðaþjóðfélagi
Annar rauður þráður í bókinni er umræða um
sérfræðingaveldi sem Hörður heldur fram að
hafi stóraukist í íslensku samfélagi á stuttum
tíma. Flestir„sérfræðingar“ virðast undirþá sök
seldir, hvort sem það eru læknar, verkfræðingar,
tölvuráðunautar, fjölmiðlafólk, hönnuðir eða
kennarar, að reyna að sveipa starf sitt „helgri
dulúð“ og mörgum þessara hópa, að kennumm
undanskildum, hefur orðið töluvert ágengt í því
efni. Slík dulúð getur myndast af því að maður
skilur ekki hvað sérfræðingamir gera enda gera
margir meira úr „sérfræði" sinni en efni standa
til. Oft byggist vald þeirra einmitt á því að of
lítið er útskýrt fyrir okkur sem ekki erum sér-
fræðingar á því sviði hverjar eru forsendur
ályktana. Þannig eru sérfræðingar kannski alls
ekki of margir en eiga til að fara ólýðræðislega
að.
Velferðarsamfélag nútímans hefur ekki ein-
göngu leitt af sér lengri lífdaga þorra fólks,
heldur og velferðarsjúkdóma af ýmsu tagi.
Hörður hefur gert ítarlegar rannsóknir á heil-
brigðisþjónustu og auknum kostnaði við þá
þjónustu (sjá 5. og 6. kafla Umbúðaþjóðfélags-
ins) og hefur áhyggjur af vaxandi fjölda sér-
fræðinga og kostnaði við lyfjagjöf og
rannsóknir og af ábyrgðarleysi almennings við
að nota þá þjónustu sem í boði er. Margir sér-
fræðingar hafa komið sér þannig fyrir að þeir
hafa sjálfdæmi um hvað þeir gera og ekki tíðk-
ast að sjúklingar gagnrýni lækna. Hörður telur
að læknar séu orðnir of margir og þar af leiðandi
hafi þeir byrjað á að framkvæma ýmsar aðgerð-
ir, svo sem fegrunaraðgerðir og glasafrjóvganir,
sem ekki vom talin eðlilegt viðfangsefni heil-
brigðiskerfisins fyrir „ofvöxt" þess (bls. 113).
Hörður bendir á við vitum yfirleitt ekki hvað
tiltekin læknisrannsókn, t.d. rannsókn á blóð-
sýni, kostar vegna þess að við borgum sama
gjald, hver sem raunverulegur kostnaður við
læknishjálpina er. Hann bendir á nauðsyn þess
að við sem teljumst almenningur skiljum betur
þetta kerfi og séum betur á verði gagnvart því
104
TMM 1991:4