Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Qupperneq 10

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Qupperneq 10
fröken, að ég kenni organleik suður á Grímsstaðaholti! Alltaf er erfiðast að gera sér grein fyrir því sem næst manni er. En miðbær Reykjavík- ur var á þessum árum, í miðri kreppunni, svo fullur af auðnuleysingjum að það komust varla aðrir fyrir. En af stéttskiftum auðnuleysingjum. Sumir voru síblánkir, aðrir eðlislægir fátæklingar, og síðan þeir fátæku sem höfðu þó vinnu með snöpum. Öllum þessum þótti ofurgott að taka sér neðan í því væri slíkt í boði. Aðrir voru bara fyllibyttur. Og enn voru þeir, sem ég kynntist eiginlega bezt, en það voru fátæk- ar og skáldhneigðar fyllibyttur, þar sem þetta þrennt var þó í mismunandi gráðum, fátæktin, skáldhneigðin og fylliríið. Loks voru svo skáldhneigðir alkar sem aldrei rann af viljandi, slógu út á loftkastala með- an nokkrir kastalar entust; slógu síðan bara. Þetta var áður en búið var að finna upp alkóhólismann og þessvegna höfðu þeir heldur ekkert bréf uppá að neitt væri að þeim. Þannig var til að mynda Steindór heitinn Sigurðsson. Þegar rann af honum óviljandi var hann óðara farinn að gefa út bæklinga, um næturlíf og hórdóm Reykja- víkur, um glæpi undirheimanna á Öldunni, Barnum og White Star, og ef eitthvað seld- ist hætti hann að gefa út í bili. Jón Pálsson var í útkantinum á þessu brogaða mannlífi. Að vísu auðnulaus, að vísu skínandi blánkur upp á hvern einasta guðslangan dag ársins, að vísu drykkhneigður, en samt með einhverja áru þess að vera í vitorði með kúltúrnum, Vínarkúltúrnum alveg sérstaklega. Þess naut hann af öllu hinu slektinu ogjafnvel af þeim fáu sem stund- uðu vinnu sér til framfæris. Til dæmis um eðlismuninn á Jóni og þeim tígulgosa kastaladrykkjunnar Steindóri er sögð lítilleg saga. Jón bjó þá í óhituðum kjallara innar af þvottahúsi efst við Skólavörðustíg. Eitt sinn veiktist hann og fékk lungnabólgu. Enginn vitj- aði um hann meðan hann lá, enda ekki til siðs um þá stétt, og þar kom eftir marga daga að hann sá sitt óvænna. Ekki þó endilega fyrir lungnabólgunni, heldur væntanlegum hungurdauða. Hann brölti á lappir, fór í gamla úlsterinn sinn utan- yfir og skjögraði ofan Skólavörðustíginn með Hressingarskálann að þeirri vonar- stjörnu þar sem hægt væri að slá einhvern fyrir hafragraut. Rétt á móts við tukthús- ið kemur upp brekkuna á móti honum, en hinum megin á götunni, Steindór stór- skáld Sigurðsson, í oxfordbuxum og heimsmannslega opnum rykfrakka (hafði enda verið í heimsborginni Osló). Þegar hann sér Jón skjögra ofan með veggnum tekur hann heimsmannslega sveigju yfir um götuna, slær á öxlina á Jóni (sem mátti þó sannast sagna varla við því) og segir eins og sá heimsborgari sem hann var: — A, Jón minn Pálsson! Gamli vin! Þú værir nú manna vísastur til þess að lána mér svosem einn túkall! Þá segir sagan að Jón hafi lyft höfði, sett fram skúffuna og sagt, en þó veiklulega: — Mikið er það nú gott Steindór minn, að einhver húmor skuli vera eftir í þess- um bæ. Steinn var í svipuðum flokki og Jón. Og Siggi Haralz með sína Lassaróna og Emígranta. Nema hvað hann var sterkari en Steinn. Aðra er óþarfi að nefna, því þegar monnípeningarnir komu með her- náminu fóru sumir að verða borgaralegir 8 TMM 1993:3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.