Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Síða 39

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Síða 39
Kristján Kristjánsson Steinar Sigurjónsson saga „Stundum verð ég afar glaður af skáldskap. En hann er ekkert nema skríngi sem skoppa saman í hugmyndir, sögur, einfaldan stór-furðulegan skáldskap. Og hann blífur. Hann er það eina sem mér finnst nokkru máli skipta." (Steinar Sigurjónsson, 1967) Hann slangraði beint að barborðinu þegar hann kom inn og bað um stórt glas af öli. Ég þekkti hann strax af myndum sem ég hafði séð af honum, gróskumikið skeggið á efrivör, rytjulegt, úlfgrátt hárið sem féll fram á ennið. Svona leit hann þá út í holdinu, hugsaði ég með mér. Steinar greip bjórglasið og ég fylgdist með honum væflast á milli borða í salnum þar sem fáeinar hræður sátu. Fólkið forðaðist að líta upp þegar hann staðnæmdist við borðin líkt og það óttaðist að hann ætlaði að beiðast sætis. Skyndilega var eins og hann fengi óvænta hugdettu, hann rétti úr sér, lyfti hönd hátt á loft og skimaði í kringum sig — og festi loks augun á mér þar sem ég sat inni í horni næst gömlu píanóskrifli. Ég leit ekki undan og brosti dauft. Steinar hnyklaði brýmar líkt og hann væri að rifja upp hvar hann hefði séð mig áður og gekk svo snöggt af stað, undarlega kvikur á fæti; það var eins og hann tæki undir sig stökk. Mér hafði sýnst hann vera nokkuð vel slompaður en andartak var ekki sjá annað en hann væri bláedrú. Hann skálmaði að borðinu þar sem ég sat yfir vodkastaupi og hálftæmdu bjórglasi og hlammaði sér á stól gegnt mér: ,,Er þér nokkuð á móti skapi vinur þótt ég tylli mér hérna stundar- kom?“ muldraði hann í barminn og lagði hálftæmt bjórglasið frá sér hættulega nærri borðbrúninni. „Nei, gjörðu svo vel,“ svaraði ég ljúfmannlega. Þetta var snemma kvölds og ég hafði brugðið mér inn á þessa krá eins TMM 1993:3 37
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.