Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Page 106

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Page 106
þeim, sem á þurfa að halda. Þá geta tafir af þessu tagi haft annan óbætanlegan skaða í för með sér. í formála að Skálholts-skýrslunni skýrirHörður Ágústsson frá því, að við gröftinn hafi grunnur óþekktar byggingar norðan dómkirkjustöpuls komið upp, en ekki hafi tekist að finna skýrslu um rannsókn hans. S vo löngu eftir að verkið var unnið er óhugsandi að fylla í slíka eyðu. Dráttur á borð við þennan er því óviðunandi og má ekki endurtaka sig. Annað bindi bókaflokksins, Skálholt; Kirkjur, er mjög frábrugðið fyrsta bindi og er í eðli sínu gagnabanki yfir sögu allra þeirra níu kirkju- bygginga, sem taldar eru hafa staðið í Skálholti fyrir daga þeirrar dómkirkju, sem þar er nú. Ritið hefst með kafla um sóknarkirkjuna, er stóð á staðnum 1851-1956 og lýkur með stuttri greinargerð um kirkju þá, sem Hungurvaka seg- ir Gissur hvíta hafa reist á jörð sinni í kjölfar kristnitöku, en er að öðru leyti óþekkt. í ritinu eru birtar í máli og myndum allar þær leifar og lýsingar, sem til eru frá hinum horfnu kirkjum. Á síðum bókarinnar gefur að líta myndir, sem sýna allt frá skráalaufum og hurðajárnum upp í útlitsmyndir af heilum kirkjum. Þar sem sam- tímalegu efni sleppir, taka við teikningar, sem unnar hafa verið út ffá lýsingum í fornum skjöl- um og rannsóknum á fornum byggingum er- lendis, einkum norskum stafkirkjum, sem skyldastar hafa verið miðaldakirkjunum í Skál- holti. Á sama hátt tekur textinn til bygginganna frá hinu smæsta til hins stærsta. Höfundur hefur víða leitað fanga í rit sitt og birtir efni heimilda víða orðrétt. Virðist ólíklegt að nokkrar heim- ildir, sem máli skipta, eigi eftir að koma í ljós og raska þeirri mynd, sem hann dregur upp. Á stöku stað orkar ef til vill tvímælis, hvort gengið hafi verið of langt í orðréttri birtingu heimilda. Sérstaklega kemur þetta fram, þegar fjallað er um muni, sem enn eru til. Höfundur bregður þá tíðum á það ráð, að birta eldri lýsingu orðrétta og síðan fyllri lýsingu, frumsamda. I sumum tilvikum getur hér orðið um nokkrar endurtekn- ingar að ræða. Þar sem um svo víðtæka heimildavinnu er að ræða, reynir mjög á tilvísanir til heimilda og hjálpargagna í þessu bindi. í því efni hefur höfundur nokkuð flókinn hátt á, þar sem fyrir koma tilvísanir inni í samfelldum texta, tilvís- anir í lok tilvitnana eða efnisgreina og tilvísanir í aftanmálsgreinum. Fyllra samræmi í þessu efni hefði verið æskilegt. Rit það, sem hér liggur fyrir, er veigamikill þáttur í stórmerkum rannnsóknum á fornum byggingum og byggingartækni hér á landi, sem Hörður Ágústsson hefur stundað á undanföm- um áratugum og birt niðurstöður af í fjölmörg- um greinum og ritgerðum. Má ugglaust telja, að niðurstöður hans séu meðal merkustu nýjunga í íslenskri menningarsögu um langt skeið. Hafa þær enda gjörbreytt hugmyndum manna um gerð fomra húsa hér á landi, sem löngum voru reyndar mjög óljósar. Á þetta ekki síst við um kirkjur, sem voru um langt skeið helstu og jafn- vel einu viðhafnarbyggingar þjóðarinnar. Er í raun undravert, hve nákvæma grein honum tekst víða að gera fyrir hinum horfnu mann- virkjum í máli og myndum, oft á grundvelli brotakenndra heimilda. Dæmt af leikmann- ssjónarhóli virðast túlkanir hans og skýringar almennt trúverðugar og niðurstöður traustar. Þess ber þó að geta, að „fomhúsafræði" er um margt flókin grein og um hana verður ekki fjallað á læsilegan og skilmerkilegan hátt, án þess að notuð séu fjöldi sérhæfðra hugtaka og tækniheita, sem ókunn eru og framandi fyrir ,,óinnvígða“. Af þeim sökum hefði verið nauð- synlegt, að atriðisorðaskrá með skýringum fylgdi þessu bindi. Þá hefði það auðveldað mönnum lesturinn, ef ffamarlega í ritinu hefði verið almenn yfirlitsritgerð um það byggingar- lag, sem helst kemur við sögu í hinum fornu kirkjum (einkum stafverkstæknina), ásamt skýringarmyndum, er meðal annar sýndu heiti hinna ýmsu byggingarhluta og viða. Slíkt efni er vissulega að finna í bókinni, en það er dreift innan um lýsingar á einstökum kirkj um og kem- ur stundum of seint til að nýtast til fulls. Almennt er ritið skrifað af öryggi og kunn- áttu. Þegar höfundur er kominn út fyrir sérsvið sitt, getur hugtakanotkun þó nokkuð orkað tví- mælis. Á bls. 105 segir höfundur til að mynda: „Upp úr 1880 fer að komast los á sóknarskipan hérlendis. Kirkjum erskákað milli sóknaeðaþá þær eru hreinlega lagðar niður“ Síðan rekur hann breytta stöðu Skálholtskirkju við flutning biskupsstóls frá Skálholti og gerir grein fyrir því, hvaðan kirkjunni var þjónað. Sóknarmörk- 104 TMM 1993:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.