Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Blaðsíða 23

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Blaðsíða 23
Og um nútímahöfunda íslenska sérstaklega segir hann við Áma Þórarinsson í oftnefndu viðtali: „Hér er mikið af ágætlega skrifandi mönn- um núna. En þeir hafa ekki eins góða að- stöðu gagnvart miðli sínum, málinu og höfundar höfðu fyrr á dögum. Það em ein- hverjir skólakennarar sem hafa alveg eyði- lagt málið hér fyrir rithöfundum, algerlega ruglað menn í ríminu. Ef þú tekur eitthvert skrifað efni eftir bónda, ég held næstum hvaða bónda sem vera skal, hversu aumur sem hann var, frá öldinni sem leið og dálítið fram á þessa öld, jafnvel fram undir 1920, þá má heita eftir mínum skilningi á sígildu lesmáli að hver setning sé klassík. Hvert einasta sendibréf frá venjulegum íslensk- um bónda áður fyrr gæti staðið sem fyrir- mynd að texta núna. Þó kunnu þessir menn enga stafsetningu. Þessir menn höfðu lærða staðfestu í tung- unni. Hana höfum við misst og skólamir hafa ekki getað gefið okkur neitt í staðinn. Ef nokkuð væri taka nútímaskólar þennan áunna hæfileika frá okkur (...)“ Málið ber líka á góma í Vísi, 17. apríl 1982 í viðtali sem Sæmundur Guðvinsson átti við skáldið: Halldór: „Ég get ekki dæmt um þær bók- menntir sem eru uppi núna því ég er ekki alveg kunnugur þeim. Mér sýnist að hér sé nóg af gáfuðum mönnum, en ég veit ekki hvort það verður jafnmikið úr þeim og efni standa til. Þetta er dálítið þröngt þjóðfélag. Þeir hefðu gott af því að fara á heimsreisu í svona tíu til tuttugu ár þessir ungu menn og viðra sig svolítið. Ég tel að ég hafi haft mjög gott af því að vera á faraldsfæti í ólíkum þjóðlöndum og heimsskoðunum (...)“ *** Eitthvert frægasta sérkenni Halldórs er breytileikinn, ófyrirsjáanleikinn, hamskipt- in, hæfileikinn til að finna alltaf nýjan og nýjan búning. Eða eins og Ragnar í Smára orðaði það: „Með hverri nýrri bók kemur ekki aðeins ný saga, heldur nýtt málfar og nýtt handbragð. Allt er nýtt.“ (Útvarpsþátt- urinn Skúmaskot haust 1974, tilfært í Vísi 23.apríl 1977): „Maður verður að setja sig í sérstakar stell- ingar við hverja bók, eins og leikari verður að vera nýr maður í hverju hlutverki . . .“ segir í Skeggrœðum við Matthías (bls 60) og Halldór víkur enn að þessu í viðtalinu við Illuga: „Það eru vitanlega margar kröfur sem maður verður að uppfylla til að ná verki saman á þokkalegan hátt. Til dæmis verður maður að beita öllum mögulegum tegund- um af stflbrellum og þó má stíllinn ekki vera tómar brellur. Maður verður smátt og smátt að gera sér grein fyrir einhverri bygg- ingu, strúktúr sem nær út í hvem anga verksins, hvert orð. Og sérhverri nýrri bók fylgir náttúrlega sérstakt mál og alveg sér- stakur heimur og það dugar ekki að vera alltaf að drasla í sama umhverfmu; maður verður að finna eitthvað órigínal, eitthvað nýtt sem kemur fram í fyrsta skipti og er í senn mannlegt og þjóðfélagslegt. Að öðr- um kosti fer lesandann að syfja.“ (bls 11) Halldór hefur aldrei tekið skáldsögunni sem gefnum hlut. Efinn um möguleika hennar knýr hann til nýrra og nýrra úrræða. Og að því kom að hann fann sig ekki lengur í skáldsagnagerð. Áttræður gerði Halldór þessa játningu við Áma Bergmann í viðtali sem birtist í Þjóðviljanum, 22. apríl 1982: „Ég hætti að skrifa skáldsögur á sjöunda áratugnum og hef ekki skrifað réttan róman TMM 1993:3 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.