Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Blaðsíða 84

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Blaðsíða 84
Witi Ihimaera. á tvítugsaldri hóf hann að leita uppruna síns. Hann sökkti sér niður í rannsóknir og nám sem gæti vísað honum leið aftur til fortíðar. Hann aflaði sér jafnframt þekking- ar á sögu annarra íbúa Kyrrahafseyja, ásamt Evrópusögunni. Aðrir ungir Máríar byrj- uðu um svipað leyti að ryðja sér braut inn í framhaldsnám í háskólum. Þeir sóttu aðal- lega nám í iagadeildum háskólanna, þar sem þeir kynntu sér gjörla lög sem gilda í landinu, lög Pakehanna. A meðan Witi var í námi fór hann inn á aðra og mjög óvænta braut fyrir Máría. Hann hóf að skrifa smásögur. Þessar sögur sýna vel hvert stefndi. Þó er stíll þeirra ekki ósvipaður þeim raunsæisstfl sem þá var vin- sælastur íNýja-Sjálandi. Witi fórtil frekara náms í Englandi árið 1970 og lauk þar við þrjár bækur á sex mánuðum. Sú fyrsta þeirra vakti mikla athygli á honum sem ,,frumbyggjarithöfundi“ þegar hún var gef- in út og um leið hlaut Witi aukasæti í því afsprengi enskra bókmennta sem nú er þekkt sem nýfrelsisbókmenntir. Þetta var árið 1972 og smásagnasafnið, sem varð fyrsta bók sem gefin var út á prenti eftir márískan höfund hét Pounamu, Pounamu (Grænsteinar). Eftir útkomu safnsins hætti Witi að skrifa í mörg ár. Bækumar tvær sem næstar komu út: Tangi (Jarðarför), skáld- saga, og Whanau (Ættingjar), sem er sam- tengt smásagnasafn frekar en skáldsaga, voru gefnar út eftir því sem útgefanda hans þótti henta. Sjálfur var Witi gerður að sér- stökum konsúl í menningarmálum á vegum Nýja Sjálands í New York og undi sér illa. Hann segir sjálfur í viðtali að hann hafí horft á allt í New York út frá eigin forsend- um og að hann hafi ekki kært sig um að laga þær að bandarískum aðstæðum.3 Witi sneri því aftur heim og síðan hefur hvert smá- sagnasafnið og skáldsagan fylgt öðru. Árið 1986 hlaut hann hin eftirsóttu Wattie bók- menntaverðlaun fyrir The Matriarch. Witi hefur unnið mikið við ýmsa háskóla á Nýja Sjálandi og tók saman fyrsta ritsafn eða ,,sýnisbók“ í márískum bókmenntum ásamt D.S. Long. Safnið er kallað Into the World ofLight (Inn í heimsljósið). Það kom út árið 1982 og er löngu ófáanlegt. Witi Ihimaera vinnur nú að sjö binda safnriti úr márískum bókmenntum. VÖxtur þessara verka, sem fyrir tíu árum komust fyrir í einni bók, stafar ekki aðeins af því að ungir höfundar eru að koma fram, heldur fremur af því að eldri sögur voru faldar í geymslum hér og þar. Fólk af Máríættum segir oft vel frá. En 82 TMM 1993:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.