Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Page 79

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Page 79
þess fólks, sem fyrir var í landinu og missti ættland sitt í hendur nýbúanna. Bókmenntir Máría, frumbyggja Nýja- Sjálands, bera hreint ekki dæmigerð ein- kenni nýfrelsisbókmennta og höfunda þeirra. Út úr öllu sem bestu höfundar þeirra skrifa má lesa fullyrðinguna: Ég er Márí, hér á ég heima. Ástæðunnar fyrir sérstöðu þeirra meðal nýfrelsisbókmennta er að leita í sögunni. Vandfundnar eru samtímabók- menntir, þar sem jafn meðvitaðrar tenging- ar gætir milli sögu þjóðar og skáldskapar hennar. Til þess að geta fjallað um þróun bókmennta Máría finn ég mig því knúna til að fara hratt yfir sögu þeirra, lesendum til glöggvunar. Saga Máría og nýlendureynsla er að vissu leyti ólík hörmungasögu Ameríku-, Afríku- og Asíuþjóða. Nýja-Sjáland er tvær stórar eyjar sem lágu saman fyrir um það bil tíu þúsund árum. Sú þjóð, sem þar bjó ein, þar til Evrópubúar hófu innreið sína fyrir tæp- lega tvö hundruð árum, kallast Maori. Orð- ið þýðir ,,innlendur“ á tungumáli þeirra, sem einnig er kallað Maori, eða Márí eftir íslenskum framburði. Þegar fyrstu Evrópu- búamir spurðu Máría hverjir þeir væru, áttu þeir ekki sérheiti fyrir þjóð sína. Sifkra sérheita er einungis þörf ef um samskipti við aðrar þjóðir er að ræða. Svarið var því „Maori tangata", sem þýðir innlendur mað- ur. Máríar eru Pólýnesar. Þeir komu til Ao- tea-roa, eða „lands hins langa skýs“, upp úr 800 e. Kr. eða síðar. Sagnir herma að sjö eintrjáningar upp- reisnarmanna hafi náð landi í Aotearoa og flestir Máríar geta rakið ætdr sínar til ein- hverra þeirra. Nokkrum hundruðum ára eft- ir landnám Máría í Aotearoa kólnaði loftslag á þessum slóðum og við það versnuðu lífsskilyrði á Suðureyjunni. Margar ættir fluttu sig þaðan til Norðureyj- arinnar. Við aukin þrengsli á Norðureynni urðu Máríar að endurskoða lífshætti sína. Um það bil fjörutíu meginættir byggðu því þarna nýtt þjóðfélag, sem ekki líktist neinu þjóðfélagi á öðrum Kyrrahafseyjum. Hvert ættarsamfélag átti hús, samkomu- hús, sem er langur skáli. Fjölskyldumar byggðu svefnhús sín í þyrpingum umhverf- is það. Eldhúsin stóðu sér vegna eldhættu í stormum og þurrkum. Húsin vom hönnuð til að standa af sér köld vetrarveður og jarðskjálfta og urðu því alls ólík þeim hús- um sem aðrir íbúar Kyrrahafseyjanna byggðu. Það sem þurfti að ræða meðal ætt- arinnar var rætt í samkomuhúsinu og allt var lagt á minnið. Vægi þess máls sem mælt var í samkomuhúsunum var mikið. Orð vom vandmeðfarin og ekki hægt að draga þau til baka. Þeir sem sögðu frá í samkomu- húsunum urðu að gæta vel að orðum sínum, en ef sagt var frá í söguformi frýjaði sögu- maður sig ámæli, ef sagan var góð. Ekki leið á löngu þar til minnisstæðir atburðir urðu hluti að menningararfi ættarinnar: „gömlu sögunurrí*. Á hverri landnámsjörð giltu samfélags- reglur sem miðuðu að sjálfræði, en vegna aukins þéttbýlis í landinu gátu ættimar ekki útilokað sig hver frá annarri. Ættimar komu því saman þegar þurfti að ræða áríðandi mál og komast að samkomulagi um atriði sem skiptu máli fyrir fleiri en eina ætt. Þessar samkomur urðu mjög mannmargar og ákveðið skipulag komst á þær. Hæfni til að flytja ræður varð sú list sem mestrar aðdá- unar naut og sá sem hélt góða ræðu var talinn allra manna merkastur. Ræðumar urðu að byrja á því að ræðumaður rakti eigin ættir til þeirra sem komu með fyrstu eintrjáningunum. Með ættartölunni tókst TMM 1993:3 77
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.