Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Blaðsíða 24

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Blaðsíða 24
síðan þá. Vegna þess að mér fannst það sækti í það far að ég hermdi eftir sjálfum mér. Þetta var absúrdtíminn og mikið um að vera í bókmenntum (...) Ég tók nýbyl- gjunni með því að skrifa þijú eða fjögur leikrit." Og um sama leyti segir hann í viðtalinu við Illuga Jökulsson: „(•••) þegar inflúensa gengur yfir alla Evrópu þá fær maður inflúensu. Ég var úti í Evrópu meira og minna öll þessi ár og sífellt innan um rithöfunda og á rithöfunda- þingum og það var ógurlega absúrd and- rúmsloft í heiminum, engin ró til að skrifa rólegar og kompóneraðar bækur, og því fóru margir af þessum rithöfundum að skrifa absúrd og þar á meðal var ég. I tíu tólf ár gekk ekki að búa til neitt nema svona absúrdisma (...)“ Þú varst orðinn leiður á skáldsöguform- inu? ,,Ja, þá var hlægilegt að skrifa skáldsög- ur. Eiginlega hefur skáldsagan aldrei náð sér fullkomlega efdr þetta því þeir briller- uðu svo í skáldsögunni, sumir hverjir, eins og hann vinur okkar þarna í París, Beckett, að lengra verður ekki komist... Nú er þetta absúrdistatímabil liðið, það getur verið að það komi einhvern tíma aftur en það feng- ust engir nýir rekrúttar, heldur urðu bara eftir þessir gömlu absúrdistar og þeir eru enn að delera eins og hann Beckett sem er ennþá í þessu sama eins og maður sem hefur dottið ofan í flór og hefur sig ekki upp úr honum aftur.“ En leikritin verða á engan hátt skoðuð sem öngstræti í verki Halldórs heldur æfinga- búðir sem gera honum kleyft að taka upp skáldsöguþráðinn á alveg nýjum forsend- urn í Krístnihaldi undir jökli. Að þessu víkur hann í viðtalinu við Áma Bergmann, 22. apríl 1982: „Að minnsta kosti einatilraun gerði ég sem ég tel að hafi ekki mistekist: Kristnihald undirjökli. Mér finnst sú bók sé réttnefndur — ef ekki rétttrúaður — andróman (...) Séra Jón er ortur út úr þessum tíma og þessu sálarlífi, því andlegu ásigkomulagi sem ég upplifði á þessum merka áratug ... Þá fór um Evrópu sterk hreyfmg sem fordæmdi margt af því sem talið hafði verið gott og gilt í bókmenntum. Og með einhveijum hætti tengdist þetta svo stúdentaóeirðunum sem voru annað og meira en þær sýndust vera og gerðu skurk þótt þær stæðu stutt. Það var ýmislegt merkilegt að gerast í tíð- arandanum sem snart marga með svipuðum hætti og mig. Og þessi tíðindi gerðust áreiðanlega vegna þess að svo og svo mikið af stjómmálahreyfingum í heiminum höfðu þolað niðurbrot.“ Kristnihaldið táknar enn ein þáttaskilin á ferli Halldórs og býr hann út með sjónar- horn og sjónarmið þar sem hann verður á ný virkur þátttakandi í breytiþróun tímans, íklæðist karma aldarinnar. Þar eru ekki að- eins til vitnis verk á borð við lnnansveitar- kroniku og ævisöguverkin fjögur heldur lika fjöldi blaðagreina sem tákna nýja þátt- töku hans í önn dagsins. Svo og blaðaviðtölin sem við höfum ver- ið að skoða. En setjum svo að Halldór hefði lokið sínum höfundarferli með útkomu sjálfsævi- sögunnar eins og hún birtist í Skáldatíma og Islendingaspjalli 1963 og 1967 — slíkt væri ekki út í hött, hann var þá orðinn 65 ára — og ærið æviverk að baki. En mynd okkar af honum væri þá töluvert önnur en sú sem nú blasir við. Paradísar- 22 TMM 1993:3 j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.