Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Side 85

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Side 85
frásagnir þeirra áttu að vera „sannar sögur“ og var viðhorf Máría til sagnasjóðs síns svipað og viðhorf okkar hefur lengst af verið til íslendingasagnanna. Þar átti allt að vera frá liðinni tíð og var umfram allt „satt“ og engu var við það bætandi. Það að semja sögur átti að vera óþekkt. Kona nokkur heitir Patricia Grace og er fædd 1937. Hún er sjö bama móðir og starfaði sem kennari í sveitaskólum ásamt manni sínum, sem er hreinræktaður Márí. Patricia er márísk í föðurætt, en móðir hennar var Pakeha af skoskum ættum. Pat- ricia kunni ekki orð í máli Máría fyrr en hún var orðin fullorðin. Hún fann fyrir vaxandi þörf á að vita meira um Maoritanga, foma menningu Máría bæði fyrir sjálfa sig, böm sín og nemendur, sem flestir vom af Márí- bergi brotnir. Hún kynnti sér þau fræði sem hún gat og miðlaði þeim svo eftir getu til unga fólksins. Best fannst henni að kenna þeim fræðin ef þau vom bundin í sögum. Stundum gat hún endursagt gamlar sögur, en oft varð hún að búa til sínar eigin sögur úr þeim sögubrotum sem hún viðaði að sér. Frásagnagleði Patriciu Grace óx eftir því sem hún sagði fleiri sögur. Hún hóf að skrifa smásögur fyrir fullorðna lesendur. Sumar þeirra fengust birtar í upphafi átt- unda áratugsins og árið 1975 kom út fyrsta smásagnasafn hennar, sem var um leið fyrsta bók eftir konu af Máríættum. Þetta var smásagnasafnið Waiariki (Stultur). Síð- an hefur hver bókin rekið aðra, smásögur og skáldsögur, bæði fyrir börn og fullorðna og auk þess liggja eftir hana ófá Ijóð. Pat- ricia hefur líka skrifað bók um máríska kvengoðafræði: Wahine Toa (Kraftakonur). Þar sem við sáum dæmi um notkun Biblíu- sagnanna hjá Wita hér á undan getur verið gaman að skoða dæmi um slíka notkun hjá ^ * m * mm* Patricia Grace. Patriciu. Henni er meyfæðingin hugleikin og hún varpar á hana nýju ljósi í skáldsög- unni Potiki: Þannig að Toko hafði þá verið sönn gjöf. Það fannst þeim auðvitað ekki í fyrstu, vegna þess að þá voru þau svo æst og reið. Reið var varla orðið sem hann vildi nota. Hann langaði til að drepa . .. einhvem. En vissi ekki hvem og gat bara notast við ágiskanir. Það var ekki hægt að spyrja Mar- íu, sem mundi ekki neitt og skildi ekki um hvað þau voru að tala þegar þau spurðu hana.... Guð, hvað hann hafði verið æstur þá. Hann skammaðist sín enn út af því, ekki út af reiðinni, heldur sökinni sem beit hann, hann sem hafði heitið móður sinni því að gæta Maríu. Jæja, þau kölluðu gamla manninn föður, hvort sem það var nú rétt eður ei. Jósef Vilhjálmsson. Þau vissu reyndar ekki hvað hann hét fyrr en nágrannar þeirra gátu sagt þeim nafn hans. Samt var næstum eins og María kann- aðist við það. Svo lásu þau um Jósef Vil- hjálmsson í blöðunum. Það var bara ansi mikið skrifað eftir hann. TMM 1993:3 83
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.