Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Side 66

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Side 66
henberg ritstýrði og skýrði árið 1971. Þaðan eru ljóðin sem hér birtast. Eitt af því sem einkennir safnbókina er skilningur skáldsins á því að í ljóðum og sögum indíána er ekki eingöngu að finna hollar ábendingar um samlíf manns og náttúru, heldur einnig dæmisögur um það hvernig manneskjan getur tekist á við sína eigin náttúru — þótt hún sé stundum óþægilega nakin og full af skít. Og hvergi eru dæmin ljósari en í sögunum af þeim arma hrekkjabelli Bróður Sléttuúlfi, sem með því að éta undan sér, slást við karlinn Kúk og véla vinnusamar konur gerir föstudagsinnkaup, klósettferðir og sam- farir okkar hinna hversdagslegri og létt- bærari. En á sama tíma og við getum hlegið að þessum bragðvísa hrakfallaguði þá er varasamt að afgreiða hann sem hvern annan klúran trúð; hann á það sameigin- legt með ólíkindatólunum sem fylgdu pró- fessor Woland til Moskvu í „Meistaranum og Margarítu“ eftir Bulgakov að undir fáránlegu gerfinu leynast forboðin sann- indi: Djúpt í rauðsprengdum augum Bróð- ur Sléttuúlfs má greina áminningu um að náttúran er ekki aðeins bunulækur á sól- ríkum degi, hún getur líka verið ofsafeng- in og vægðarlaus í siðleysi sínu. Svo næst þegar við heyrum fótatak sléttuúlfsins fyr- ir aftan okkur og snúum okkur við til að taka á móti honum með opinn faðm og bros á vör, þá er hann mættur í hlutverki Sléttu-Úlfs hins tryllta, blóðugur upp und- ir axlir, með hálsfesti úr augum. Og þá er þýðandi loks kominn að kjarna málsins, pirringnum sem rak hann til að skrifa þessa athugasemd sem hótar því að gleypa ljóðin sem gátu hana af sér, (þótt hún sé nú ívið styttri en formáli Jean-Paul Sartres að verkum franska sléttuúlfsins Jean Genet, en hann varð svo langur að á endanum fyllti hann fleiri bindi en ævi- starf viðfangsefnisins fram að því — og gott ef Genet hætti ekki að skrifa upp úr öllu saman), nefnilega því að í heims- mynd indíána í Norður-Ameríku er sitt- hvað að finna sem ekki er þóknanlegt pempíulegum nýaldarsinnum uppi á Is- landi. Með öðrum orðum: Bróðir Sléttu- úlfur er svo óforbetranlegur kúkalabbi að sómahjónin Guðrún og Guðlaugur Berg- mann munu aldrei ganga honum í foreldra stað. Ósiðaður lesandi ætti hinsvegar að finna í sléttuúlfinum bróður og félaga sem gott er að hlæja með þegar næsti salmon- ellufaraldur gengur yfir þjóðina. Að lokum getur undirritaður ekki stillt sig um að snara einum af leikjum Rakka hins brj álaða yfir á íslensku, og er það gert af umhyggju fyrir andlegri og líkamlegri velferð þeirra sem vilja semja sig að hátt- um indíána: Málaðu þig hvítan, sestu á bak hvítum hesti, hyldu augu hans og láttu hann stökkva niður grýtta urð, uns báðir hafa brotið öll sín bein. (Úr leikjasafni Crow- indíána) 64 TMM 1993:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.