Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Side 29

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Side 29
Þjónninn kinkar kolli. Mér fínnst hálft í hvoru óþægilegt að hann skuli muna eftir mér án þess ég muni eftir honum. Það er annar fslendingur fyrir innan, segir þjónninn, hann kom hér líka fyrir tuttugu og fimm árum. Ég geng á hæla honum inn í krána. Kondu blessaður, segir maður sem rís á fætur í einu hominu áður en augu mín ná að venjast myrkrinu, þetta ert þú, Jens þóttist kannast við þig. Ég þekki röddina og við tökumst í hendur og ég sest við borð andspænis Marteini Marteinssyni frá Ekru í Laxárdal, manninum sem kom umsagnarnefnd Kaupmannahafnarháskóla í mikinn og frægan bobba með 2000 síðna ritsmíð um frönsku byltinguna. Nefnd þessari var ætlað það vanþakkláta hlutverk að skera úr um hvort ritgerðir teldust þess maklegar að þær væru lagðar fram til doktorsvamar. Nú benti nefndin reyndar sjálf á þá augljósu staðreynd að ritgerð Marteins væri hafsjór af fróðleik um tildrög, framvindu og eftirmál frönsku byltingarinnar, — en því miður jafnframt gliðnunargjörn hvað varðaði byggingu og röksemda- færslur og úr hófí fram löng; ósmár hluti verksins samanstæði af fróðleik sem hvergi virtist skjalfestur eða aðgengilegur; hundrað síðna lýsing á fallöxum, gerð þeirra og notkun þótti t.d. ekki styðjast við annað en ímyndunargáfu höfundar. Nú var Marteini Marteinssyni, á þann elsku- lega hátt sem Dönum er svo tamur, gert ljóst að verkið í heild þætti tæplega fullbúið til þeirrar ströngu skoðunar sem doktorsvöm hlýtur að vera. Það er sagt að Marteinn Marteinsson hafí brosað, jafnvel skellt upp úr þegar prófessor Jörgen Haderslev kynnti honum niðurstöðu umsagn- amefndarinnar. Það varð brátt hljóðbært að Marteinn Marteinsson hafi samdægurs farið með flugbáti yfir Eyrarsund og kvatt dyra hjá A1 vid Hammer rektor háskólans í Lundi, heimsfrægum manni fyrir bækur um starfræna mann- úðarstefnu. Þeim Marteini Marteinssyni varð skrafdrjúgt, og lauk svo að rektor, sem hafði heyrt orðasveim yfir Eyrarsund um mammútsritsmíð þessa íslenska fræðimanns, féllst á að Marteinn fengi að leggja ritgerðina fram til vamar við Háskólann í Lundi, að því hógværa skilyrði uppfylltu að hún yrði skorin niður um helming, til að tryggja, þó ekki væri annað, að einhver drægist á að lesa doðrant þennan og taka til andmæla eftir kúnstarinnar reglum. Það vom einnig tilmæli Alvids rektors, að allt það í ritsmíðinni sem heimildir skorti um gjörsamlega og ekki gæti flokkast undir skynsamlegar vangaveltur, yrði hrist úr textanum. TMM 1993:3 27
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.