Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Blaðsíða 92
— Og ekkert fær ráðið við fallbyssuskot, og um leið og hann tók eftir
eftirvæntingu indíánanna reyndi hann að gefa orðum sínum meiri áhrifa-
mátt: Engin stórlandeigandastétt í heiminum getur varið sig gegn al-
mennilegu fallbyssuskoti!
— Gegn almennilegu fallbyssuskoti! — indíánamir iðuðu í skinninu
af eftirvæntingu og báðu hann um að halda áfram að segja frá.
— Nú á dögum eiga Rússar fimmtíu megatonna fallbyssur, en það
samsvarar orku mörg þúsund hestafla. Þeir gætu því sent fallbyssuskot
frá La Paz og eftir að hafa farið sextíu og tvo hringi í kringum jörðin á
tveimur dögum myndi kúlan lenda í miðri Villazón og eyða öllu Tarija-
héraðinu.
— Vaaá!
— Og Kanarnir eru engir eftirbátar þeirra, þeir eiga atómsprengju sem
er næstum eins og fallbyssan. Með atómsprengjunni hafa þeir breytt í
öskustó þremur borgum, eða tveimur, ég man það ekki alveg nákvæm-
lega, kínverjanna í Japan.
— Vaaá!
— Og þetta er í þróuðu löndunum. En í löndum sem enn eru vanþróuð,
eins og okkar land, þar eru nútímavopnin fallbyssur á hjólum sem hægt
er að draga á milli staða.
— Og á ríkisstjómin fallbyssur?
— Já.
— Gætu þeir ekki bara gefið okkur eina?
— Ekki myndi ég nú halda það, þetta er afar hættulegt vopn, og mjög
dýrt.
— Og hversu mikið kostar hún þá?
— Tíu milljónir.
— Hvað mikið?
— Tunka pata waranka.
— Tunka pata waranka. Nei, nei það var ekki mikið . .. Indíánamir
kvöddu og þar sem héraðsskraddarinn, sem var jafn mikill eða meiri
kjaftaskur en Humberto Palza, eða hvaða gullgoggur sem var, hafði nú
engan til að tala við (því meira að segja konan hans, serafmn Gerania,
var að heiman), fann hann til einmanaleika og byrjaði að flauta wayu-lag,
fullt af ljúfsámm söknuði, meðan hann saumaði saman buxur aðalritara
bændasamtaka héraðsins.
Ungmenni bæjarins, hópur af þrjótum og slæpingjum, eins og bæjarbúar
90
TMM 1993:3