Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Blaðsíða 67

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Blaðsíða 67
Rúnar Helgi Vignisson Andfætis og umhendis — ástralskar bókmenntir í Ijósi nýlendusögu Segist íslendingur vera kominn til Ástral- íu til þess að grufla í áströlskum bók- menntum er líklegast að hinn almenna borgara reki í rogastans. Viðkomandi læt- ur jafnvel svo um mælt: „Það er nóg að lesa Lawson," en sá var einn þekktasti höfundur síðustu aldar, skrifaði sögur sem varpa ævintýraljóma á baráttu hvítra við framandi heimkynni, baráttu sem nú er orðin að goðsögn. Vantrú á innlendum menningarafurðum hefur lengi verið landlæg andfætis. Hún tengist þeirri örvæntingarfullu leit að sjálfsmynd sem þjóðir hins svokallaða Nýja heims hafa löngum gert.1 Árið 1950 vakti þekktur gagnrýnandi, Arthur A. Phillips, athygli á því sem hann kallaði undirlægjuhátt áströlsku þjóðarinnar í menningarlegum efnum. Hann benti til dæmis á þá áráttu Ástrala að spyrja sig einlægt hvað siðmenntuðum Englendingi þætti um tiltekið verk í stað þess að kæra sig kollótta og telja sér jafnvel til tekna ef Englendingurinn grynnti ekki í því. Hvaða Englendingi dytti svo sem í hug að leita álits Frakka á Óþelló? spurði Phillips. Það er meðal annars tungumálið sem skapar þennan vanda, bæði herraþjóðin fyrrver- andi og nýlendan beita sama málinu: „Við getum ekki varist óréttmætum saman- burði með því að skýla okkur bakvið sér- stakt tungumál; við eigum ekki menn- ingarhefð sem stendur á gömlum merg eða er nógu nýstárleg til að ávinna túlk- endum hennar öryggi og virðingu.“2 Það er athygli vert að Phillips, sem þarna er greinilega að hvetja landa sína til að brjótast undan hroka og hleypidómum nýlendukúgaranna, skuli í rauninni gera sig sekan um sambærilegan hroka gagn- vart þjóðinni sem byggt hefur Ástralíu frá örófi alda, áströlsku frumbyggjunum. Menning þeirra flokkast greinilega ekki undir „menningarhefð sem stendur á gömlum merg“, að hans mati. Það er ef til vill til marks um þá þróun sem orðið hefur í áströlskum menningarmálum á þeim þrjátíu árum sem liðin eru síðan Phillips skrifaði bók sína að listir og menning frumbyggja þykja nú eitt það markverð- asta og vissulega það nýstárlegasta sem Ástralía hefur fram að færa. Aftur á móti glímir hvíti meirihlutinn ennþá við nokkurn tilvistarvanda, til dæmis virðist enginn handviss um að til séu bitastæðar ástralskar bókmenntir. Og það eru ekki nema örfá ár síðan farið var að fjalla um ástralskar bókmenntir í skólum þar neðra. TMM i 993:3 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.