Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Side 101

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Side 101
Ritdómar „Og ég þjónaði hugmynd minni um fullkomleika listar minnar með höndina á kafi í rusli.“ Vigdís Grímsdóttir Stúlkan í skóginum Iðunn 1992 259 bls. í skáldsögunni Ég heiti ísbjörg. Ég er Ijón sem kom út 1989 kannar Vigdís Grímsdóttir innviði hugtaka á borð við sekt og sakleysi, réttlæti og ábyrgð, orsök og afleiðingu, gott og illt. Sú könnun var beitt og óvægin og reyndist ganga nærri mörgum lesendum sögunnar. Þær spurn- ingar sem leynast á milli lína í bókinni um ísbjörgu eru flestar siðfræðilegs eðlis settar í félagslegt samhengi, m.ö.o. af texta Vigdísar hljóta meðal annars að spretta hugleiðingar um ábyrgð okkar á náunganum; um ábyrgð samfé- lagsins á einstaklingnum; um forsendur réttlæt- ishugmynda okkar og um uppbyggingu réttarkerfísins. í skáldsögunni Stúlkan í skógin- um sem kom út í fyrra heldur Vigdís Grímsdóttir áfram sinni siðfræðilegu íhugun, en nú snýrhún spjótunum inn, beinir þeim að sjálfri sér — að listamanninum. Þetta gerir hún á hugrakkan og heiðarlegan hátt með beinni sjálfsvísun í text- anum. Þær spumingar sem hér svífa yfir síðum varða ábyrgð listamannsins, spyrja um rétt hans og skyldu gagnvart gáfu sinni og viðfangi. Einnig er spurt um gildismat og stöðu listarinn- ar í samfélagi okkar. Hér á eftir ætla ég að leiða nokkuð saman þessar tvær síðustu skáldsögur Vigdísar þótt umfjöllun minni sé fyrst og fremst ætlað að vera ritdómur um Stúlkuna í skóginum. Það kann að vera meinloka hjá mér að þessar tvær sögur séu n.k. samloka, en þannig kýs ég að lesa þær. I þessum tveimur sögum er Vigdís að kanna tvær hliðar á sama peningi ef svo má að orði komast. Jafnframt útfærir hún nánar í Stúlkunni í skóg- inum hugmyndir sem finna má í Ég heiti ís- björg. Ég er Ijón en eru þar í bakgrunni. Reyndar má rekja ákveðnar hugmyndir og ákveðin einkenni á þessum sögum Vigdísar lengra aftur í enn eldri verk hennar; þau eru höfundareinkenni, nokkurs konar áritun þessa höfundar sem sannar með hveiju nýju verki sína einstöku gáfu. Eg heiti Guðrún Stúlkan ískóginum segir sögu af miðaldra utan- garðskonu, Guðrúnu Magnúsdóttur, sem býr ein í kjallaraherbergi á Bræðraborgarstígnum. Guðrún hefur á unga aldri afmyndast líkamlega af völdum torkennilegs sjúkdóms, er ófær til vinnu og hefur dregið sig út úr samfélagi við aðra. Hún lifir fábreyttu, einangruðu en vana- föstu lífi að því er virðist í sátt við hlutskipti sitt. En þótt hversdagslíf Guðrúnar sé fábreytt og líkaminn afskræmdur er hugarheimur hennar og það líf sem þar leynist engu líkt. Innra líf Guðrúnar er ríkulegt og gjöfult; í hugskoti hennar býr heill táknheimur sem hún getur horf- ið til j)egar hún svo kýs. Umgjörð þessa heims er skógur, gróðursæll og fagur. I skóginum búa tilfinningar Guðrúnar „hver um sig tré, nært af mold og lofti“ (bls. 8), þar eru vötn, lækir og fossar og þar búa rauðir fuglar hugsana Guðrún- ar og Fuglastúlkan vinkona hennar og annað sjálf (alter ego). Skógurinn er hugarfylgsni sem Guðrún getur flúið til í vandræðum sínum eða leitað til sér til hugarhægðar og dægrastyttingar. TMM 1993:3 99
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.