Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Blaðsíða 105

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Blaðsíða 105
tilgangi listarinnar sem hlýtur að vera í ætt við að nálgast kjarna tilverunnar án þess að missa sjónar af hinum mannlega þætti. Vigdís varar listamanninn (sjálfa sig) við að fara ekki offari, taka sér ekki (al)vald skaparans — að viður- kenna takmörk sín. Sá sem seilist of hátt má eiga á hættu að falla lágt. Hildur svífst einskis í þágu listarinnar, hún notar manneskjur og hyggur á morð, hún þjónar hugmynd sinni um fullkom- leika listar sinnar með höndina á kafi í rusli eins og segir í sögunni (bls. 245). Frjósamur texti Að mínu mati er Stúlkan í skóginum besta bók Vigdísar Grímsdóttur hingað til. Þetta er mikil- væg bók, frumleg, skemmtileg og áhrifarík. Texti Vigdísar er fallegur, ljóðrænn og margræður. Þessi texti er frjósamur í þeim skiln- ingi að hann býður upp á ótal túlkunarmögu- leika og það sem ég hef rætt hér er aðeins brot af þeim hugleiðingum sem kvikna við lesturinn. Ég hef ekki rætt um hvemig Vigdís leikur sér að hugmyndum tvíhyggju og andstæðusýnar í per- sónulýsingum Guðrúnar og Hildar. Ég hef ekki rætt um notkun hennar á margvíslegum táknum í textanum þar sem augu og fúglar eru (enn sem fyrr) helstu tákn sem hún notar. Ég hef ekki rætt þann túlkunarmöguleika að Hildur sé einungis hluti af Guðrúnu og hennar hugarheimi. Ég hef ekki rætt til fullnustu þá þræði sem tengja þessa sögu og söguna um ísbjörgu. En einhvers staðar verður ritdómur að enda — og vettvangur bók- menntaumræðu er víða. Soffia Auður Birgisdóttir Trílógía um Skálholt Kristján Eldjám, Hákon Christie, Jón Steffensen: Skálholt; Fomleifarannsóknir 1954-1958. Staðirog kirkjur I. Þjóðminjasafn íslands / Lögberg, Reykja- vík 1988.228 bls. HörðurÁgústsson:Skálholt;Kirkjur. Staðirogkirkj- ur 1. Þjóðminjasafn íslands / Hið íslenska Bók- menntafélag, Reykjavík 1990. 310 bls. Kristján Eldjám, Hörður Ágústsson: Skálholt; Skrúði og áhöld. Staðir og kirkjur I. Þjóðminjasafn fslands / Hið íslenska Bókmenntafélag, Reykjavík 1992. 370 bls. Á síðast liðnu ári kom út á vegum Hins íslenska Bókmenntafélags glæsiritið Skállwlt; skrúði og áhöld eftir Hörð Ágústsson og Kristján Eldjám. Þetta er þriðja bindið um Skálholt í safninu Staðir og kirkjur, er Þjóðminjasafn íslands stendur að. Þó útgáfu Skálholts-sögunnar muni enn ekki lokið, er við hæft að kynna nú þegar þá hluta, sem komnir eru út. Skylt er að geta þess, að fjórða bókin, Dómsdagur og helgir menn á Hólum eftir Hörð Ágústsson, tengist einnig ofangreindri ritröð. Um hana verður þó ekki fjallað hér, heldur aðeins blaðað í Skál- holts- bókunum. Þau þrjú bindi, sem komin eru út, fjalla hvert um sig um afmarkaðan þátt fornminja frá Skál- holti. í raun er þó gengið feti lengra, þar sem einnig er fjallað um byggingar, sem engar leifar hafa fundist af, og hluti, sem nú eru glataðir, en getið er um í heimildum. Fyrsta bindið fjallar um fornleifarannsóknimar í Skálholti á 6. ára- tugi þessarar aldar. Annað bindið fjallar um kirkjur þær, er verið hafa í Skálholti. Þriðja bindið fjallar loks um skrúða og áhöld, er þar hafa verið. Enn mun áformað fjórða bindi um mannvirki á Skálholtsstað önnur en kirkjur. Fyrsta Skálholtsbókin, Skálholt; Fomleifa- rannsóknir 1954-1958, hefur að geyma ítarlega skýrslu um hinn yfirgripsmikla uppgröft fom- leifa í Skálholti, sem unninn var undir stjórn norska arkítektsins og fomleifafræðingsins Há- kons Christies og Kristjáns Eldjáms þáverandi þjóðminjavarðar. Þetta voru viðamestu forn- leifarannsóknir, sem gerðar höfðu verið hér á landi til þess tíma og marka því eins og rann- sóknirnar í Þjórsárdal og Borgarfirði 1939 viss þáttaskil í sögu íslenskrar fornleifafræði. Vegna þess hlutverks, sem Skálholt gegndi bæði í kirkjulegri og veraldlegri sögu þjóðarinnar fyrr á öldum, hafa niðurstöður rannsóknanna marg- háttaða þýðingu fyrir sögulegar rannsóknir á víðu sviði. Það er því mjög umhugsunarvert, að lokaskýrsla um rannsóknimar skuli ekki hafa verið gefin út fyrr en 30 árum eftir að þeim lauk. I raun má segja, að viðamiklum rannsóknar- verkefnum sé ekki lokið, iyrr en niðurstöður þeirra hafa verið gerðar aðgengilegar öllum TMM 1993:3 103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.