Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Side 13

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Side 13
Hvursu nú sem þetta var, þá er það skjalfastlega sannað sem Halldór segir um Ludvig Guðmundsson, að hann var Jóni sú hjálparhella sem hanslegt var (þótt hvorki væri það í Hamborg né með árs- launum sýslumanns), og eins bregður fyr- ir í eftirfarandi bréfi þeim makalausa stórgrossista og lífsankeri blánkra, Fritza Kjartanssyni, sem ferðaðist þetta sinnið um álfuna með íslenzka tófubelgi fyrir valútu. Orðtakið ætti með réttu að vera: Að endingu skyli upphafið skoða. I því feil- aði mér. í upphafi ætlaði ég ekki annað en birta hér dálítið bréf, ferðasögu Jóns Páls- sonar til Vínar, sem hann skrifaði föður mínum og kom óforvarandis upp í hend- urnar á mér um daginn. En áður en ég veit af er bréfið enn óbirt, og í staðinn allskon- ar minngaþvættingur dottinn niður á blað- ið. En hér er það nú, skrifað með stórri og opinni hendi, og ekki verið að sólunda miklu af kommum, tvöföldum samhljóða eða svoleiðis dóti: Wien 6/3 '21 Kæri Baldvin minn! Þakka þér hjartanlega fyrir síðast og alt gott. Loksins er jeg nú komin(n) til Wien. Ferðin hefur gengið svona og svona. Eins og jeg skrifaði ukkur frá borði, þá voru 100 kr. í bréfinu frá Luðvik. Rúmar 100 kr. hafði jeg undir. Ferðin til Hamborgar gekk ágætlega, en þegar þangað kom, kom dálítil snurða á þráðinn. Annar Þjóðverjinn sem var mér samferða úr Eyjunum, — Ulbets (?) hét hann, náði í peninga- veskið mitt, mér á óskiljanlegan hátt. Þetta var inni í miðjum bæ á knæpu, og við vorum báðir edrú. Jeg fór á augalif- andi bragði í lögregluna, og alt var víst alarmerað á einu augabragði því eftir klukkustund var sökudólgurinn kom- inn á lögreglustöðina, og við stóðum þar augliti til auglitis við stórt borð, hann, sem sakfelldur, jeg sem ákær- andi, það hefði mér síst dottið í hug. Hann var eingu búin(n) að eiða úr veskinu, en jeg varð að borga 60 kr. á lögreglustöðina fyrir alla fyrirhöfnina. Vont að jeg fór ekki að þínum ráðum að hafa lítið með mér af peningum, en það var ekkert kendirí á ferðinni. Mér er alveg óskiljanlegt hvernig hann fór að því að ná í veskið hann hlýtur að vera vasaþjófur. Jæja sleppum nú því en mér kom mjög illa að verða af með svona mikla peninga, en að lögregl- unni dáist jeg samt. Jeg er hræddur um að lögreglan hér í Wien hefði látið það ógert að ná honum a.m.k. áður en hann var búinn að eiða nokkru — í Berlín tafðist jeg alt of lengi, þótt ég ein- hvernveginn hefði aldrei tækifæri til að heimsækja fólk konunnar þinnar. Jeg hitti Fritz Kjartanson í Hamborg og var honum samferða til Berlín. Jeg bjóst við að geta fengið eitthvað af peningum hjá honum og hann gaf mér ádrátt, en hann var als ekki vel auraður sjálfur um það leyti, en hafði mikið af tófuskinnum, sem hann bjóst við að geta selt á hverri stundu en það kom aldrei sú stund og svo lammaði jeg þá sjálfur hingað (hann gaf mér að jeta í Berlín á meðan jeg beið en hótelsreik- ningin(n) og farseðilin(n) hingað borg- aði jeg). Jeg er lítið farinn að hafast að og þykir mér það mjög leitt. En jeg er sem stendur svo auralítill að jeg geri ekki betur en halda í mér golunni, vona að þeir sendi mér einhverja upphæð, er búin(n) að senda þeim símskeyti. Jeg trúi ekki að þeir láti mig drepast hér í Wien. Satt að segja er ég ekki sérlega TMM 1993:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.