Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Blaðsíða 86

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Blaðsíða 86
Hvemig sem það nú var, þá var Toko sérstök gjöf sem þeim hafði verið færð, á því var enginn vafi, Jósef eða ekki Jósef. Tan- iwha.4 Það var það sem þau fengu, taniwha, sem einhvern veginn miðlaði krafti . .. og gleði til þeirra allra.5 Patricia kallar skáldskap sinn „sögur til að segja fólkinu mínu hvert það er“h og ljóst er við lestur verka hennar að hún hefur máríska lesendur í huga. Af fyrstu sögum hennar má ráða að hún hefur reynt að aðlaga sig samtímastefnum í enskum bókmenntum og reynt að skrifa út frá „félagslegum forsendum“ eins og þær koma fyrir í flestum evrópskum bók- menntum upp úr 1970. Vandamál Máría eru skoðuð, ýmist innan fjölskyldunnar eða úti í þjóðfélaginu, og víst er að af nógu er að taka þegar litið er á tilvistarkreppu hörundsdökks fólks í nýlendunum. Grace beinir þó augum lesandans fljótt að sér- stöðu bama og gamalmenna, fólks sem ,,uppgötvaðist“ í kjölfar skrifa höfunda á borð við Patriciu. I upphafi áttunda áratugarins vaknaði mikill áhugi þjóðfélagssinnaðra bók- menntaáhugamanna á „svipulu fólki“ (transient people) eins og það hét á fagmáli. Þessi flokkun innihélt bæði þá sem voru búnir að glata menningu sem fyrir var á staðnum og síðari tíma innflytjendur, til dæmis flóttafólk frá öðrum heimsálfum. í flokkuninni fólst að þetta fólk hyrfi inn í aðra menningu von bráðar, að þegar þau hefðu glatað sérkennum sínum væru þau „komin heim“. Þessi áhugi hefurekki orðið neinum til gagns, því að öll flokkun og umræða var byggð á enskum og amerískum forsendum fólks sem átti bágt með að ímynda sér hvemig það var að vera neitað um að fá að samræmast uppruna sínum, en vera samt utangarðsfólk vegna hans. Slíkra tilfinninga gætir í smásögum Wita sem eru fullar af trega, en alls ekki í smásögum Patriciu. Hennar smásögur eru lausar við tilfinningasemi og einkennast af glöggri yf- irsýn hennar á sérmálum Máría. Flestar sögupersónur Wití Ihimaera og Patriciu Grace eru eðlilega af Máríættum, þótt stundum eigi þær líka Pakeha forfeður eins og höfundarnir sjálfir. Bæði skrifa þau um árekstra milli Pakeha og Máría og eins um vináttu og hjónabönd sem stofnað er til þrátt fyrir ólík lífsviðhorf. Og bæði nýta skáldsöguformið til að koma skilaboðum sínum á framfæri og bæði skrifa skáldverk sem verða að teljast óvenjuleg, jafnvel innan víðra veggja post-modemismans. Sambúð kynþáttanna sem byggja landið er þeim báðum hugleikin og þegar þau fjalla um ást milli fólks af ólíkum kynþáttum er þeim báðum mjög í mun að lesandinn skilji að fólk er ekki eins þegar það á sér ólíka menningu að baki, en það þýðir heldur ekki að fólk af ólíkum toga eigi ekki samleið.7 í Mutuwhenua (Nýtt Tungl), fyrstu skáld- sögu Patriciu Grace, fjallar hún um ástir og hjónaband Márí stúlku og Pakeha pilts. Pat- ricia lýsir ættingjum parsins ekki sem jaf- ningjum, heldur byggist lýsingin á eilífum samanburði og kröfu um skilning á mis- munandi bakgrunni persónanna. Feður parsins vinna saman, þau búa í sama hverfi, og þótt mæður þeirra sjóði niður samskonar grænmeti og forvitnist um uppskriftir hverrar annarrar, staðfestir hvert atriði djúp milli þeirra, sem leitast er við að brúa án þess að reyna að halda því fram að þær verði nokkurn tíma „eins fólk“. Þrátt fyrir skyld söguefni þessara tveggja höfunda eru stílbrögð þeirra oft ólík. Þegar líf Máría í heimi Pakehans verður þungbært 84 TMM 1993:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.