Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Blaðsíða 71

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Blaðsíða 71
Fjölmenning Hin seinni ár hefur innflytjendum frá öðr- um málsvæðum en því enska fjölgað til muna í Ástralíu, einkum frá öðrum Evr- ópulöndum og Asíu. Sú „fjölmenning" (múlti-kúltúralismi) sem af hlýst hefur óneitanlega áhrif á menningarviðmið og veldur því að áðurnefnd togstreita milli jaðars og miðju endurholdgast nú innan- lands. Sneja Gunew hefur verið fremst í flokki ástralskra kennimanna í greiningu á þessum nýju aðstæðum.19 Sneja heldur því meðal annars fram að sú skilgreining menningar sem ekki geri ráð fyrir fram- lagi allra þegnanna mismuni fólki og þarfnist því endurskoðunar. Þar kemur fjölmenningarstefnan til sögunnar. Vopn- uð kenningu Edwards Saids um að allar skilgreiningar á menningu byggist á mis- munun og útilokun, það er, í skilgreiningu á menningu felist einnig skilgreining á því hvað sé ekki menning, heldur Gunew því fram að innflytjendur frá hinum ýmsu heimshornum hafi neytt hið miðlæga samfélag, það engil-keltneska, til að líta í eigin barm og athuga sinn gang, rétt eins og feministar hafi neytt feðraveldið til að endurskoða sína stöðu. Gunew telur að höfundar upprunnir á öðrum menningar- svæðum myndi eins konar ramma utan um hið engil-keltneska samfélag og dragi þannig athyglina að því sem sé innan rammans, eins og rammar geri einlægt, en um leið verði lýðum ljóst hvað ekki fyrir- finnist þar, nefnilega efniviðurinn í rammanum. Þannig beini innflytjendur sjónum Ástrala að tengslum menningar og þjóðernisvitundar og bendi á brestina. „Því betur sem við áttum okkur á þeim þáttum sem vantar í orðræðu okkar, því betur sem við sundurgreinum þá, því síð- ur stjórnumst við af þeim,“ segir Gunew og hvetur þannig landa sína til að ræða það sem þeir ræða ekki. Til að leggja sitt af mörkum og til að fjölmenningin verði ekki bara orðin tóm, afsökun fyrir að jað- arsetja innflytjendur, halda þeim utan samfélagsins og menningarumræðunnar, leggur Gunew áherslu á að nýju Ástral- arnir skrifi sjálfir, hjálpi til við að „end- urbyggja þessa álfu í höfði okkar“, annars sé hætta á að þeir staðni í stöðu barnsins eða konunnar og fjölmenning verði þá í raun ekki annað en samheiti yfir evr- ópskættaða menningu; „Þið hlæja að því hvernig ég tala“, kvartar áðurnefnd Ania Walwicz. Ekki eru allir sáttir við röksemdafærslu fjölmenningarfræðaranna. Árið 1991 skrifaði Robert Dessaix til að mynda ádrepu þar sem hann varar við misnotkun á fjölmenningarhugtakinu. Bendir hann á að það séu fræðimenn eins og Sneja Gunew sem skáki innfluttum höfundum út á jaðarinn að ósekju með því að draga athyglina að þjóðerni þeirra. „Ég held, hreint út sagt, að mál sé til komið að þeir sem fást við fjölmenningu hætti að jaðar- setja innflutta höfunda,“ skrifar Dessaix og álítur fræðin ekki vera höfundum eða áströlskum bókmenntum til framdráttar. Að hans mati eru viðkomandi höfundar svo ólíkir innbyrðis að ekki sé verjandi að setja þá undir einn hatt, auk þess sem umræðan fjalli í raun og veru ekki um ástralskan veruleik heldur sé verið að þröngva henni inn í kenningar kvenna- fræðanna og eftirlendufræðanna. Hann vitnar í tilsvar Ania Walwicz þegar hún TMM 1993:3 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.