Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Blaðsíða 31

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Blaðsíða 31
frábrugðinn öðrum mönnum var magnleysið sem greip hann þegar ekki varð lengur undan því vikist að ganga úr einu herbergi í annað, eða stíga út úr húsi og niður á stræti. Marteinn lýsti því þannig, að engu væru líkara en dyrastafir og gættirgripu sig kyrkingartökum, yrði hann svo máttvana að fæturnir neituðu að ganga sporinu lengra og hendurnar megnuðu einungis að grípa í eitthvað að halda í sem fastast. Þessu tengdist grunur um að fyrir utan biði einhver sú ægihremming að þar mundi líf hans enda, og því ekki annað ráð vænna en að sitja eða standa þar sem hann væri kominn og reyna að þrauka uns óhugnaðurinn svifi frá. Ekki var öllum ljóst hvað orsakaði langsetur Marteins í stofum vina og kunningja eða stöður hans við dyrastafi. Trúðu því sumir að hann tímdi ekki að kaupa sér að éta og biði jafnan eftir því að heimilisfólk gerðist soltið og sæi ekki annan kost en bjóða honum að matast með sér. Var það og iðulega ef Martein bar að garði fyrri hluta dags, að hann þáði tvær aðalmáltíðir, auk þess sem hann, sjálfur stórdrykkjumaður á kaffi, tók þátt í öllum skipu- lögðum kaffitímum, og bað stundum um sopa undir lágnættið þegar húsbændur voru að reyna að gera það upp við sig hvort heldur ætti að bjóða honum næturgistingu eða hrekja hann miskunnarlaust frá dyrastöf- um út á götuna. Sjálfum fannst mér gaman að kjafta við Martein því hann kunni skil á mörgum hlutum sem höfðu ekkert praktískt eða fræðilegt gildi en tengdust samt þeim vísindum er Islendingi standa næst hjarta, en það er ættfræðin, einkum sú grein hennar sem flokkast undir genealógisk- ar vinnutilgátur. Þar var Marteinn á heimavelli, því yrðingar af slíku tagi, jafnvel einungis hálfyrðingar, um meint eða vafasamt faðemi, gátu orðið honum efni í tveggja sólarhringa vangaveltur með tilheyrandi langstöð- um í gættum og við stafi útidyra. Ætlar maðurinn að standa þarna til eilífðamóns, sagði konan mín þegar hún kom heim síðla dags og sá hvar Marteinn Marteinsson frá Ekru dvaldi ennþá, þriðja daginn í röð, við dyrastaf í forstofu okkar, í kulda- skóm og úlpu, og lét í það skína að hann þekkti ýmsa bláþræði í ættfærslu ákveðins stórmennis. Marteinn hafði ekki komist út fyrir hússins dyr þessa þrjá sólarhringa, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Elskuleg kona, sagði Marteinn Marteinsson. Svo hélt hann áfram þar sem frá var horfíð með bláþráð þann sem svo berlega kollvarpaði hálfri ættfærslu Brúsavallaættar, og skipti um fót á þröskuldinum en greip báðum höndum um snerilinn á útihurðinni fyrir aftan bak, eins og til þess að tryggja að enginn færi aftan að sér. TMM 1993:3 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.