Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Blaðsíða 55

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Blaðsíða 55
myndar (ég umorða hér Borges) líta svo á að það sé villandi og blekkjandi að skrifa um evrópsk málefni og beita evrópskum aðferðum. Þeir halda því fram að við eigum að gera okkur grein fyrir því að við séum ein og yfirgefin og eigum því ekki að þykj- ast vera evrópsk. Ég fyrir mitt leyti tek, að breyttu breytanda, undir orð Borgesar um hina argentísku hefð, en hann sagði að við gætum tileinkað okkur öll viðfangsefni Evrópubúa, „tileinkað okkur þau feimnis- laust án þess að hika, og árangurinn getur orðið, og er, mjög góður.“ Ég lít svo á að verk mín hafi í þessu samhengi (samhengi sveitarinnar) þar sem þau tóku út þroska sinn, þar sem þau fengu að þroskast og dafna, beðið dálítinn ósigur, alveg sér á parti í þeirri röð ósigra sem við höfum mátt þola, eins og stöðuga og óþreyt- andi tilraun til að losna út úr þessum and- legu þrengslum, með því að vinna með þemu og goðsagnir á nýjan og ferskan hátt. Ég lít því á verk mín (þau sem ég er búinn að skrifa og þau sem ég á óskrifuð) sem einangrað skipbrot, sem má eða mætti skil- greina sem skipbrot einstaklings fremur en goðsagnar, stefnu, fagurfræði eða heims- sýnar. II Ég hugsa stöðugt um hið eilífa vandamál formsins sem gæti ef til vill haft þau áhrif að þetta óhjákvæmilega og endanlega skip- brot yrði ekki eins sársaukafullt og endan- legt. Formsins sem gæti ef til vill ljáð tilgangsleysi okkar nýtt inntak, formsins sem ef til vill gæti gert hið ómögulega: bjargað verkinu frá því að verða myrkri og skeytingarleysi að bráð, hjálpa því að kom- ast yfir fljót dauðans. Þess vegna langar mig í næstu verkum mínum, það er að segja ef sjálf hugmyndin um verk verður ekki orðin ryðbrunnin af skeytingarleysi, að skrifa um hið stórkostlega skipbrot manns- ins og tilraunir rithöfundarins til að vinna gegn því með því að skrifa sínar eigin goðsagnir, í eigin formi, með eigin röddu sem er einangruð, ein á báti og fær ef til vill hvorki svar né bergmál, en er þó bæði sárs- aukafull og auðþekkjanleg. Öll hugmyndafræðileg, efnahagsleg, heimspekileg og siðferðileg vandamál eru um leið mín vandamál. Allt sem andlegum málefnum viðkemur (og þá er ég að tala um og hugsa út frá ,,Weltgeist“ Hegels) kemur mér við, hvort sem það er hjá okkur eða í heiminum yfirleitt. í öllum tilfellum er það ég sem er í klemmu, ég sem er andvaka, ég sem er með eða á móti og það er ég sem hugsa með mér dag eftir dag, klukkustund eftir klukkustund að þetta bókmenntavafst- ur mitt sé ekki til neins og að bókmenntimar séu hér og nú (og ekki einungis hér og nú) algerlega úrelt og tilgangslaust fyrirbæri og að vera mín sé að klofna í tvennt og að ég sé að verða að „homo duplex", að hið eig- inlega ástríðubál mitt brenni í ástalífmu fjarri metnaði mínum á bókmenntasviðinu (sem ég var að tala um), en um leið finn ég á mér, og það er einmitt hængurinn, að það er ekki til nema eitt vandamál: annaðhvort gefur maður sig á vald augnablikinu, stjóm- málunum, fer að sleikja sig upp við almenn- ing og hættir þá um leið að vera rithöfundur, listamaður sem getur skapað hamleta og werthera, eða þá að maður þrjóskast við og heldur í þá sannfæringu að allt þetta brölt feli í sér einhverja dýpri merkingu. Hvert einasta bókmenntaverk er til í ákveðnum tíma og rúmi, það takmarkast og TMM 1993:3 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.