Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Síða 87

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Síða 87
gerist stíll Patriciu ljóðrænn. Við sömu kringumstæður bregður Witi Ihimaera sér í skjól fræðimennskunnar. Hann endurritar heila bálka upp úr rykföllnum skjölum þingsins og réttarsalanna. Þar sem ekki er hægt að finna skjalfest gögn, á hann til að semja „dagbókarbrot" fólks sem varð raun- veruleg fómarlömb mikilla átaka í sögunni. Patricia skrifar um venjulegt alþýðufólk sem á öruggan sess í fjölskyldutrénu, en Witi er hættur að skrifa um nokkum sem ekki er „beinn afkomandi guðanna" eða með ,,hlutverk“ í gangi Márísögunnar. Pat- ricia skrifar um samtímaatburði sem stund- um má finna í dagblöðunum, en gerast oftar hjá fólki sem hún þekkir vel,8 meðan Witi skrifar um forfeður sína, þá Wi Pere, sem var fyrsti þingmaður krúnunnar af Maori ættum á nýsjálenska þinginu, og Te Kooti, sem var spámaður. Witi lýsir persónum sín- um yfirleitt með beinum skírskotunum til ljósmynda og staðfestir sögur sínar með raunvemlegum stöðum á kortinu, á meðan persónur Patriciu eru hvorki til á ljósmynd- um né búsettar á stöðum sem hægt er að finna á öðmm kortum en á kortum hugans. Samt er það svo, að lestur á bókum þeirra hvors um sig skýrirýmislegt í verkum hins. Þar veldur mestu að þau skrifa frá sama menningarheimi, menningarheimi sem þau hafa átt mikinn og merkan þátt í að endur- byggja — eða jafnvel skapa. Þriðji höfundurinn sem ekki er hægt að ganga fram hjá þegar bókmenntir Máría em ræddar er Keri Hulme. Hún er Márí að einum áttunda, en tilfinningalega er hún ,,márískari“ en margir Máríar. Skáldsaga hennar tlie bone people eða sagan um fólkið sem nú ber beinin í Nýja Sjálandi er einhver óvenjulegasta skáldsaga sem hefur verið gefin út á ensku á okkar tímum. Þar ægir saman strúktúralisma (sem útgefendur hennar hafa fleygt fyrir borð í síðari útgáf- um), tilbúnum heimi þar sem Máríar og Pakehar gætu runnið saman að lokum, of- beldi og hrottaskap, og aroha, samhygð sem einkennir dagleg samskipti Máría. Keri hefur skrifað fleiri verk. Verk hennar eru í rauninni frekar gjömingar en hrein bókmenntaverk. Þegar ég hitti hana var hún önnum kafin við að skrifa niður orð sem hlutu að vera yfir eitthvað bragðgott. Fór hún þar eftir gmndvallarreglu Máría í mannlegum samskiptum: orð eru til alls fyrst. Keri Hulme hefur einnig sýnt mikinn samhug með hvölum, sem hafa orðið tákn- rænir fyrir menningu Máría. í hvalsögum sínum og ljóðum er hún mjög leitandi — eftir ritmáli sem hentar hvölum. — Líkja má menningu Máría við hvali. Eitt sinn vom aðeins nokkrir hvalir eftir í Suðurhöf- um, þeim var útrýmt á sama tíma og reynt var að útrýma menningu Máríans og ann- arra eyjaskeggja í Suður-Kyrrahafi. Nú fara sumir hvalastofnamir vaxandi, á sama tíma og menning íbúa sumra eyjanna styrkist. Það er ljóst að með fjölskyldu- og ættar- sögum sfnum hafa Patricia Grace og Witi Ihimaera valið sér leið til að endurvekja fornar hefðir. Ættarböndin og samspil ætt- ingjanna er þeim báðum nauðsynlegur þátt- ur í meðvitaðri tilraun til að styrkja sjálfsvitund þjóðar, sem var að tapa menn- ingu sinni. Landið var að mestu farið, það heyrði undir skipulag á hverjum stað. Tung- an var að hverfa, enska er eina tungumálið sem notað er í skólum og af hálfu hins opinbera. Patricia og Witi segja bæði full- um fetum í hvert sinn sem þau ræða skrif sín að þau skrifi til að þjóð þeirra viti hver hún er. TMM 1993:3 85
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.