Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Blaðsíða 81

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Blaðsíða 81
að höndla með jarðir eftir ófullgerðum kort- um. Þannig risu heilar borgir á teikniborð- um í Englandi. Þær virtust rísa beint upp úr óbyggðum landssvæðum, sem reyndar voru oft landnámsjarðir Máría. Máríar sáu sitt óvænna þegar Evrópubúar komu af skipsfjöl með „löggilta pappíra" upp á mik- il landsvæði og þar með hófst barátta sem stendur enn yfir. Þegar Máríar gengu Vikt- oríu drottningu á hönd fann hún sig samn- ingsbundna við þá um vemdun á löndum þeirra og eignum. Flestir nýbúarnir vom Englendingar af „millistétt“ og nú tóku þeir til sinna ráða. Þeir byggðu upp öfluga embætúsvél. Þar týndust landadeilur í ára- tugi, jafnvel í heila öld. Landsvæði féllu og falla enn undir ,,skipulag“ og fólk er flutt nauðugt af jörðum sínum. Máríar hafa stundum haft betur í málum sem breska krúnan hefur sinnt og hafa því séð hag sinn í því að verða konungs- eða drottningar- hollir með afbrigðum. Afleiðing af þessari stöðu hefur orðið mjög sérkennileg. Blendin föðurlandsást háir evrópsku landnemunum. Þeir telja sig flesúr ,,enska“ þótt þeim þyki breska krún- an hafí brugðist þeim. Fólk af ættum sem hafa borið bein sín í nokkra mannsaldra í landinu telur sig áfram ,,enskt“ vegna þess að ,,innlendir“, þ.e. Máríar, geta ekki sett saman tvær setningar án þess að í þeim komi fram skyldleiki þeirra við landið og um leið kemur fram hið ,,ósagða“, sem sagt það að viðmælandinn er Pakeha. Orðið Pakeha þýddi upphaflega huldumaður á márísku. Þegar fölir og framandi menn virt- ust spretta fram úr ókunnugum heimi fesúst heiúð á þeim. Það þýðir þó núorðið,, maður af erlendum uppruna“. Strax í kjölfar fyrstu herdeildanna, sem áttu að hafa eftirlit með sambúð sel- og hvalfangara og Máría, hófu enskir menn að safna kvæðum, söngvum og sögum sem frumbyggjamir fluttu fyrir þessa vini sína. Á þessum tíma var mikill áhugi í Evrópu fyrir „mannfræði" og fólk þyrsti í sögur af íbúum framandi landa. En þegar baráttan um landið varð að blóðugu stríði hvarf áhugi Englendinga á menningu þessara „hættulegu frumbyggja“ og sneru þeir sér að því að „mennta þá“ á kerfisbundinn hátt svo að öll sérkenni þeirra svo sem tunga og gömul fræði hyrfu eins fljótt og mögulegt yrði án þess hreinlega að ganga milli bols og höfuðs á þeim öllum. Þannig lenti þjóð, sem hafði unað við sitt í eitt þúsund ár, á menningarlegri galeiðu. Nýlendureynsla Breta hafði kennt þeim að fólk, sem hefur frá ómunatíð búið við há- þróaða sagnhefð varð ekki „tekið upp í“ menningarlegan arf nýrra landsherra nema að hún týndi tungumáli sínu. Þetta gekk þó ekki eins hratt í Nýja Sjálandi og víða ann- ars staðar. Aðalástæðan fyrir því var sú að Máríar urðu læsir um leið og þeir kynntust ritmáli hjá trúboðunum. Þrjátíu árum eftir komu trúboðanna var læsi því orðið miklu útbreiddara meðal Máría en meðal evr- ópsku innflytjendanna. Vitað er að Máríar eyddu næstu eitt hundrað árum í að skrá nákvæma lista yfir ættir sínar og landar- eignir á eigin ritmáli sem margir tóku þátt í að þróa. Eins er sagt að lögbirtingaplögg hafi verið vinsælasta lesefni þeirra á ensku. Á sjöunda áratugnum benti Kanadamað- urinn Northrop Frye á að það væri siður höfunda á gömlu menningarsvæðunum að spyrja: Hver er ég?' Það sem skáldið í nýlendunni glímdi við og gæfi þar með skrifum hans tilgang væri hins vegar spurn- ingin: Hvar er ég ? Þessi spurning gildir enn þann dag í dag — á meðan við einskorðum TMM 1993:3 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.