Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Blaðsíða 75

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Blaðsíða 75
skáldsögu sem hún er að semja. Þar er miðsviðs lesbísk skólastýra kvennaskóla, fröken Thorne að nafni. Ástralía verður síðan ímynd frelsis í huga hinnar bresku Peabody, en annað kemur svo á daginn þegar hún ákveður að sækja skáldkonuna heim; lífið í Ástralíu er ekki rómantísk ástarsaga, öðru nær. Að sama skapi verður Evrópa aðsetur hámenningar í huga áströlsku skólastýrunnar og reynist sá heimur einnig sýnd veiði en ekki gefin. Þannig gegnumlýsir Jolley samskipti nýja og gamla heimsins, en hún er líka kunn af skrifum sínum um uppflosnun og land- flutninga. Kate Grenville segir öðrum þræði sögu Ástralíu í skáldsögunni Lilian’s Story (1985). Sagan fjallar um Lilian, fædda 1901, lýðveldisárið, og baráttu hennar við karlveldi mótað af breskum viðmiðum sem hún neitar að samsama sig. Afleið- ingin er sú að hún er talin geðveik og er smám saman ýtt út úr samfélaginu, í bók- arlok á hún aðeins athvarf í leigubíl. Skáldsaga C. J. Kochs, The Year ofLiv- ing Dangerously (1978), fjallar að veru- legu leyti um ástralskt þjóðerni þótt hún gerist í Indónesíu. Aðalpersónur bókar- innar eru fréttamaðurinn Hamilton og að- stoðarmaður hans, dvergurinn Billy Kwan. Hamilton er fæddur á Bretlandi, elst upp í Singapore til sex ára aldurs en flyst þá til Ástralíu. Billy Kwan er kín- verskur í aðra ættina, en elst upp í Ástral- íu. Þessum mönnum er síðan komið fyrir hjá grönnum Ástrala í norðri og þeir skoð- aðir í því samhengi. Strax kemur í ljós að Hamilton stingur gjörsamlega í stúf, á ekki heima á þessu menningarsvæði. Kwan finnur sig hins vegar ágætlega og er jafnvel talinn innfæddur, en mátti aftur á móti sæta aðkasti í sínu heimalandi, Ástralíu. Ljósi er einnig beint að afstöðu Ástralanna til þessa þriðjaheimslands og má segja að hún einkennist af nokkurs konar rányrkju, enda rennur Hamilton af hólmi þegar hitnar í kolunum og hann hefur fengið út úr verunni það sem frami hans krefst. Fölsuð reynsla? Sú staða Ástrala að vera enskumælandi í þessum fjarlæga heimshluta hefur auð- veldað aðlögunina að sumu leyti, en um leið gert þeim erfiðara fyrir að skilgreina og aðgreina sína menningu. Það er erfið- ara að árétta muninn á ástralskri og breskri menningu þegar nota verður verk- færi með rótgrónum breskum skírskotun- um. „Tengslin milli fólksins og landsins eru ný, eins og tengslin milli innflutta tungumálsins og landsins. En tungumálið sjálft ber með sér skírskotanir til evr- ópskrar reynslu og getur því í raun aldrei verið „óspjallað““, segja höfundar bókar- innar The Empire Writes Back. Þetta reynir á sveigjanleik tungumálsins og býður jafnframt þeirri tilfinningu heim að hin nýja reynsla, ef hún er sett fram með hugtökum gamla heimsins, sé einhvern veginn menguð, fölsuð, jafnvel óekta, um leið og gildi hennar, metið á vogarskálum gamla heimsins, er talið minna, hún sé óæðri. Þannig er notkun tungumálsins auðveldari en um leið erfiðari í Ástralíu og það smitar síðan alla listsköpun og menningarumræðu í landinu. Ástralía er með öðrum orðum enn að slíta barnsskón- um, enn að berjast við að verða sjálfstæð- ur merkingarheimur, í stað innantóms TMM 1993:3 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.