Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Síða 64

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Síða 64
Sjón Skáld finnur fyrir pirringi, þýðir Ijóð um sléttuúlfa, þrasar um nýaldarsinna, gortar af ferðalögum sínum og kynnum af indíánum, dásamar hrekkjabelli og skítahúmor, slær um sig með bókmenntalegum tilvísunum, gerir grín að sómakæru fólki,en losnar ekki við pirringinn Betur væri óbrenndur feldurinn snjáði (úr Ijóðinu „Harðplast" eftir Dag Sigurðarson). Ástæðan fyrir því að undirritaður tók upp á þeim óþarfa að snúa yfir á íslensku tveimur ljóðum eftir óþekkta orðlista- menn af Nez Percé-þjóð indíána er kann- ski fyrst og fremst sú að upp á síðkastið, eða með hléum frá árinu 1988, hefur hann látið væmnislega aðdáun teklúbba í Reykjavík á göfugum villimönnum fara í taugarnar á sér. Það er út af fyrir sig ekki hægt að klaga miðaldra fólk fyrir að gan- ga berfætt í grasinu undir Snæfellsjökli einu sinni á ári, og hvað er náttúrulegra en að það ákalli andann mikla í leiðinni (gera rithöfundar það ekki í hvert sinn sem þeir líta hvíta örk?), en flestir af þessum sokkalausu indíánadýrkendum gera lítið annað en að hugga sig við þau mjúku og manneskjulegu gildi sem frumbyggjar Norður-Ameríku eiga að hafa praktíserað öðrum fremur á þessari jörð. Nú er því þannig farið að þýðandi þess- ara ljóða um óþverrakvikindi það sem á indíánamáli er kallað Italapas eða Italape, á íslensku sléttuúlfur, átti þess kost fyrir rúmum fimm árum að vera gestur á sagna- mannaþingi í bænum Whitehorse, norður í Yukon-fylki í Kanada. Þar fékk hann beina reynslu af manneskjum af indíána- kyni, og meðal þess sem uppljómaði hann var að í munnlegum skáldskap þeirra var lítið um þann tepruskap og sérhlífni sem virðast orðin að skriftarreglu í bókmennt- um hinnar sískrifandi þjóðar íslendinga. Með tilgerðarlausum hætti sögðu karlar og konur frá stórum atvikum og smáum, lognum og lifuðum, hetjulegum og pín- legum, án þess nokkurntímann að hvika frá þeirri vissu að allar ættu sögurnar heima í lífi áheyrenda. Já, fyrir sextíu árum kallaði lómurinn þrisvar á Angelu Sidney, og veturinn eftir missti hún þrjú af börnum sínum. Já, í árdaga barnaði krummi dóttur Guðs með því að breyta sér í greninál sem hún gleypti með drykkjar- vatninu, og sonur þeirra rellaði í afa sín- um þar til hann fékk að leika sér með dýrgripina hans þrjá; sól, tungl og stjörnur — sem hann velti svo hverjum af öðrum út úr húsi Guðs, og Guð gein ekki lengur einn yfir fegurð þeirra. Já, þetta sama sumar og undrirritaður heimsótti indíán- ana í Whitehorse sat gamall maður af sér skógarbjörn, í þrjá daga og þrjár nætur hátt í greinum furutrés, og mætti svo á þingið þar sem hann sagði viðstöddum flissandi frá þolinmæði bangsa. 62 TMM 1993:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.