Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Side 109
breyst til mikilla muna. Þá var gert ráð fyrir
tveim bindum til viðbótar. Losaraleg áætlunar-
gerð af þessu tagi getur haft mjög skaðlegar
aukaverkanir, sem ekki láta á sér standa varð-
andi bókaflokinn um Skálholt. I öll bindin, sem
komin eru, vantar nafna-, atriðisorða- og
myndaskrár auk efnisútdráttar á erlendu máli.
Allt er þetta þó óhjákvæmilegt í ritum af þessu
tagi. Ef til vill var réttlætanlegt að hafa þann hátt
á að birta efni þetta í öðm bindi fyrir verkið í
heild, meðan aðeins var um tveggja binda verk
að ræða. Eftir að bókaflokkurinn óx með ofan-
greindum hætti, koma augljósir annmarkar hins
vegar á daginn. Skrárnar liggja enn ekki fyrir og
því er örðugt að átta sig á viðunandi hátt í
bindunum þrem. Þá torveldar þessi aðferð notk-
un hvers bindis um sig. Það er ekki augljóst, að
sá, sem einkum hefur hug á að kynna sér til að
mynda skrúða í Skálholti hafi endilega tök á að
hafa bindið um Skálholtsstað við höndina. Loks
væri mikill skaði, ef örlög þessa bókaflokks
yrðu svipuð og svo margra annarra ritraða, er
ráðist hefur verið í hér á landi, og ijórða bindið
kæmi alls ekki út eða eftir langt hlé. Æskilegt er
að bókaflokknum verði settir skýrari og afdrátt-
arlausari rammar, þegar Skálholts-bindin liggja
öll fyrir. Þar þarf meðal annars að sjá til þess, að
allar nauðsynlegar skrár og erlendir efnisút-
drættir fylgi hverju bindi. Þá mætti velta því
fyrir sér, hvort ekki væri æskilegt að lengra
verði gengið í úrvinnslu efnis, en gert er í sum-
um hlutum annars og þriðja bindis Skálholts-
bókanna. í staðinn mætti draga úr orðréttri
birtingu heimilda af ólíkasta tagi og skapa verk-
inu þar með heildstæðara, meitlaðra og læsi-
legra yfirbragð.
Eins og oft hefur verið bent á, skipar Skál-
holtsstaður veglegan sess í sögu íslendinga
langt út fyrir það, sem kalla má kirkjusögu
þjóðarinnar. Þekking á Skálholti og þeirri sögu,
sem þar hefur gerst, er því hluti af menningar-
arfí okkar. Þessi skilningur kemur ljóslega fram
í fyrstabindi verksins. I grein Kristjáns Eldjáms
um rannsóknirnar 1954-1958, kemur fram, að
fomleifagröfturinn var unninn í tengslum við
umfangsmikið uppbyggingarstarf á staðnum,
sem þá var í þann mund að hefjast, en hefur nú
leitt til þess að á staðnum hefur risið ný dóm-
kirkja, kirkjulegt menntasetur og nú á allra síð-
ustu ámm verið endurreistur þar biskupsstóll.
Þessi tengsl fomleifarannsókna og uppbygg-
ingarstarfs koma og fram í því, að Sigurbjörn
biskup skuli rita ávarp í upphafi fyrsta bindis,
en hann var helsti forvígismaður þessa viðreisn-
arstarfs. Um það leyti, sem rannsóknir hófust í
Skálholti lét hann í ljós þá von, að þær myndu
ekki aðeins bregða ljósi yfir liðna tíma heldur
jafnframt hjálpa nútímamönnum að finna Skál-
holt aftur og notfæra sér það til þjóðlegrar og
trúarlegrar vakningar. Þrátt fyrir alla þá upp-
byggingu, sem orðið hefur í Skálholti, kann
nokkur vafi að leika á, hvort við höfum enn
fundið Skálholt. Ef til vill mun bókaflokkurinn
um Skálholtsstað og kirkjur hans verða til hjálp-
ar í því efni og er þá vel.
Hjalti Hugason
Sovét ísland?
Árni Snævarr og Valur Ingimundarson: Liðsmenn
Moskvu. Almenna bókafélagið 1992.
Samfara hruni Sovétríkjanna og þess þjóð-
skipulags sem tíðkaðist víðast í A-Evrópu hefur
eflst áhugi á rannsóknum á samtökum og ein-
staklingum á Vesturlöndum, sem á einhvem hátt
tengdust Sovétríkjunum. Þetta stafar m.a. af því
að skjalasöfn hafa opnast og ýmsir atburðir fá á
sig nýtt ljós.
Fyrir síðustu jól sendi Almenna bókafélagið
frá sér bók sem sver sig í þessa ætt. I inngangi
segja höfundar markmiðið að rekja samskipti
íslenskra stjórnmálasamtaka við alþjóðahreyf-
ingu kommúnista. Þetta sé ekki aðeins saga
mikilla stjórnmálaátaka, sem spunnist hafi af
átrúnaði íslenskra manna á erlent stjómarfar,
heldur ekki síður saga íslenskra manna sem áttu
sér vonir um betra líf (11). Hér eru því veittar
vonir um fróðlega og metnaðargjama úttekt.
Bókin er tvískipt þannig að Ámi Snævarr
skrifar fyrri hlutann (19-221) og kallar hann
„Flokkurinn og fyrirmyndarríkin." Er þar fjall-
að um samskipti íslenskra kommúnista og sós-
íalista við erlenda flokka og ríki frá upphafi og
til áttunda áratugarins. Valur Ingimundarson
skrifar síðari hlutann (225-291), sem hann
nefnir „Sigrar ungs lýðveldis." Er sá hluti miklu
TMM 1993:3
107