Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Blaðsíða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Blaðsíða 18
sem jafnframt var kóróna á æviverki hans. Halldór aftur á móti rifjar upp í viðtölunum sinn eiginn uppvöxt í Laxnesi og opnar þar sýn yfir lendur sem hann átti eftir að kort- leggja nákvæmar í Túninu heinia og þeim ævisögum sem á eftir fóru. Það er svo á áttunda og níunda áratugnum sem Halldór situr andspænis viðmælendum og fréttahaukum sem í fjölda viðtala bera fram skoðanir og spurningar töluvert ágengari en fyrr og Halldór er annað hvort berskjaldaðri eða kýs sjálfur að veita fyllri sýn í huga sinn og heim, kannski orðinn þreyttur á þeirri sótthreinsandi lotningu sem hafði umlukt hann um hríð. Oftar en ekki snýst umræðan um hið bannhelga svið: stjórnmálin. Lítum fyrst á viðtal Áma Þórarinssonar við Halldór í Helgarblaði Vísis 24. aprfl, árið 1977: Halldór: ,,Þó ég tæki ekki þátt í stjórnmála- umræðu nema fáein ár á vinstri væng eru samt stjórnmál það eina sem sumir menn spyrja mig um. En það er leiðigjamt að vera alltaf að endursegja það sem maður sagði um stjórnmál á Hitlerstímanum. Hitler hafði þá gáfu að snúa mönnum til Stalíns." „Leiðast þér stjómmál núna?“ „Nei. Ég hef bara gaman af því að brjóta heilann um alvarleg stjórnmál. Ég fylgist alltaf með þeim af athygli. En héreru engin alvarleg stjómmál. Hér ríkir hálfkæringur í stjómmálum. Við erum í einhverju hólfi út af fyrir okkur þar sem við á einhvern hátt komumst hjá því að taka þátt í raunveruleg- um stjórnmálum. Við erum dálítið utan við heiminn (...) Ég man þegar ég var að fara hér um landið, bæði upp til sveita og í sjávarplássin — á þeim árum þegar ég var að safna mér í skáldsögur eins og Sölku Volku, Sjálf- stætt fólk, Heimsljós — þá var líf í landinu erfitt og hart; mjög sorgleikskennt. Núna er það miklu meira í ætt við skrípaleik.“ (...) „I einfeldni spyr ég hvort hann aðhyllist núna einhverja ákveðna þjóðfélagslega hugsjón sem við gætum kallað svo. „Ég veit ekki lengur hvað þjóðfélagið er“, svarar hann þá. Eru það háttvirtir kjós- endur? Er það alþingi? Er það ríkisstjórnin? Eða stjómmálaflokkarnir? Og hvar á þetta félag heima? Hefur það adressu? Get ég farið í mál við það? Ég þekki bara almenn- ing í landinu. En almenningur í landinu er víst ekki þjóðfélagið. Og hvað meinarðu með hugsjón? Er það ídealismi? Eða kannski bara ídeólógí? Maður má vara sig að nota svona orðaleppa sem þýða ekki nokkum skapaðan hlut. í dönskunni, því útlendu máli sem við slettum mest, skilst mér að ídealisti þýði sama og einfeldningur eða asni.“ „Er orðið hugsjón merkingarlaust í þín- um huga?“ „Ef ég fengi það útskýrt þá væri það ekki merkingarlaust! Ef þú vildir spyrja mig með einhverju skiljanlegu orði, þá myndi ég kannski geta svarað“, segir hann og það hefur fokið í hann vegna þessarar, að hans mati, barnalegu spumingar. Ég reyni að klóra í bakkann: Jahá, þetta er líkast til spuming um pólitískt takmark eða mark- mið .. . „Pólitískt markmið?" segir hann snögg- ur upp á lagið. „Þú meinar til dæmis bjór- hugsjónina? Ég held það væri betra að spyija pólitíkusana. Hér veður allt uppi í pólitíkusum. Náttúrlega er hægt að setja upp einhverja skrá yfir þau markmið sem fólkið í landinu eigi að taka. Mér skilst að stjómmálamenn séu að reyna það. En þeir verða að standa í ábyrgð fyrir öllum sínum frösum sjálfir. Margar af þessum hugsjónum svoköll- uðu eru náttúrlega partur af skrípaleik sem leikinn er hér fyrir mig og aðra. Ég held ég hvorki dæmi þennan leik né útskýri frekar 16 TMM 1993:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.