Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Blaðsíða 90

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Blaðsíða 90
yfirgefið Achacachi og sest að í La Paz og því fannst indíánunum nú sem þeir væru herrar bæjarins og reyndu að lifa, borða, hlæja og klæðast í samræmi við þetta nýja mikilvægi sitt. — Með rifflunum? spurði skraddarinn þá viljandi. — Já, með rifflunum, endurtóku indíánamir. — En rifflarnir koma ykkur að litlu gagni, sagði skraddarinn og sneri athyglinni aftur að saumaskapnum, já, litlu gagni. Litlu gagni? Indíánamir skildu hvorki upp né niður. Sócrates Wanka beit sig í varimar. Hver þóttist þessi afdalaskraddari eiginlega vera, að efast um notagildi vopnanna sem þeir áttu. Meistari Melitón hafði feikilega mikið að gera. Hann vann dag og nótt. Jakkafötin fyrir aðalritara smábændasamtakanna voru búin að bíða í sex mánuði. Og aðstoðarmaður hans var búinn að vera horfinn í þrjá daga, síðan á mánudag. Hann hafði heyrt að fanturinn hefði numið fimmtán ára indíánastúlku á brott með valdi og að yfirmaður lögreglunnar, að tilmæl- um móður hennar, hefði undir höndum handtökuskipun, undirritaða af sjálfum San Román ofursta, um að færa óþokkann til Pólitíska eftirlitsins í La Paz, ákærðan um að misnota sér það traust sem honum hafði verið sýnt, og fyrir mannrán og nauðgun á stúlku undir lögaldri. Meistari Melitón vildi ekki ráða annan aðstoðarmann, vegna þess að hann sagði að þeir sem tiltækir voru og atvinnulausir í bænum væru ekki færir um að vinna fína vinnu. Hann myndi klára buxur formanns smábændasam- takanna fyrir morgundaginn og síðan myndi hann byrja á jakkafötunum fyrir hann Chullpa Talavera, sem í dag var æðsti ráðamaður bæjarstjóm- arinnar í Punta Grande. Daginn sem Chullpa færði honum enska efnið sem keypt var á Nælonmarkaðnum í La Paz, til þess að hann saumaði fyrir hann jakkaföt í mexikönskum stíl, hafði meistari Melitón skolfið. Chullpa Talavera var ófær um að greiða þær skuldir sem hann kom sér í. Já, þær ætluðu engan enda að taka kvartanimar frá honum Marcelino á billiard- stofunni, frá henni Rósendu á fricasé-bamum, frá León Vargas á bæjar- kránni og jafnvel frá Honoria á gistihúsinu. Og einn gallinn við hann, sem full ástæða var til að óttast, var að hann reyndi að leysa vandamál sín með barsmíðum. En þar sem hann var bæjarstjóri í dag leysti hann öll mál með aðstoð og ábyrgð Huallata Berríos, gjaldkera bæjarfélagsins, sem var tryggur skuggi hans sjálfs. — Rifflar eru ekki eins áhrifaríkir og sum önnur vopn, hélt meistari Melitón áfram. í fyrsta lagi vegna þess að eftir hvert einasta skot verður 88 TMM 1993:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.