Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Blaðsíða 19

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Blaðsíða 19
í dagblöðunum. Seinni villan yrði argari þeirri fyrri. En það er auðvitað mjög þýð- ingarmikið að vera maður til þess að stað- festa atburði, staðfesta að þetta og þetta hafi gerst og draga síðan af því ályktanir. Aftur- ámóti verð ég ekki var við neina hugsjóna- stefnu hér á landi núna, eins og þú ert að taia um. Kannski vita pólitíkusamir eitt- hvað um hana. Það er eitthvað allt annað sem skiptir máli núna. Ég vík þessu frá mér.“ *** Grípum næst niður í viðtal sem Svíinn Har- ald Gustafsson hafði við Halldór sumarið 1980 og birtist í Bonniers Litterera Magasin árið 1981, en Aðalsteinn Ingólfs- son snaraði glefsum í Dagblaðið, 10. nóv- ember sama ár: „I Skáldatíma gerirðu upp sakirnar við sov- étkommúnismann og gerist talsmaður eins konar húmanísks sósíalisma, ekki satt?“, segir Gustafsson. „Hvers vegna í ósköpunum þurfa menn að dragnast með svona frasa og merki- miða? Það eru bara blaðamenn sem þurfa að nota þá. Ég er búinn að vera kaþólskur frá 1923. Það er allt og sumt!“ En Gustafsson gefst ekki upp: ,,Þú tókst mikinn þátt í pólitískri umræðu á sínum tíma, t.d. með Rauðum pennum og eftir stríðið þegar Keflavíkurherstöðin var mikið umdeild.“ „Ég skal viðurkenna að mér stóð ekki á sama um Keflavíkurstöðina,“ segir Lax- ness. „Þótt ég hafi enga fordóma gagnvart Bandaríkjamönnum, ég bjó í Bandaríkjun- um í áraraðir. En ég get ómögulega tekið ábyrgð á öllum þeim skoðunum sem ég hef haft um dagana. A fjórða áratugnum trúðu margir okkar því að eitthvað væri að gerast í austri sem mundi breyta heiminum til hins betra. En við sáum fljótt að okkur. Því eru menn að fjargviðrast út af þessu?“ „En hefur þú sem rithöfundur ekki póli- tískar skoðanir?“ spyr Gustafsson. „Pólitík“, fnæsirskáldið. „Pólitík er eins konar óhreinindi. Hafi maður einu sinni lent með skóna ofan í henni verða þeir víst seint hreinir.“ „Ég meina, hefur þú ekki þörf fyrir sam- félagsvitund sem rithöfundur?" „Samfélag, hvað er nú það? Ég er búinn að týna því hugtaki úr mínum orðabelg. Ég skil það ekki. Pólitíkusarnir hljóta að hafa fundið það upp. Ég veit ekki til þess að „samfélag“ hafi nokkru sinni orðið til á þessu skeri. . . Ég held að þetta hugtak sé nýtt af nálinni. Ætli það hafi ekki verið einhver á upplýsingaöldinni sem fann það upp? Ég væri ekki hissa ef Rousseau væri ábyrgur fyrir því. Rousseau er svo fjarska leiðinlegur „En til hvers eru þá bókmenntir? Hvers vegna skrifa menn?“ spyr Gustafsson. „Þetta er týpisk skandinavisk spuming“, segir Laxness. „Þið eignuðust ekki bók- menntir fyrr en á 18. öld og vitið ekki fyllilega hvað þið eigið að gera við þær. Hér á íslandi höfum við skrifað í 900 ár. Hér spyija menn ekki svona. Bókmenntir hafa hér ætíð þótt sjálfsagðar. Þær hafa á stund- um gengið fyrir mat og drykk. Fólk hefur hér verið fátækt og soltið, en það hefur alltaf skrifað. Og við vorum í nánu menn- ingarlegu sambandi við meginland Evrópu þangað til Danir tóku fyrir það á 16. öld og tóku sjálfir að sér að mennta Islendinga.“ í lokin spyr svo Gustafsson skáldið hvað hann sé með á prjónunum. „Lesandinn má alls ekki vita fyrirfram hvar hann hefur mig. Það hringdi til mín blaða- maður um daginn og spurði um hið sama. Ég tjáði honum að hann hlyti að hafa hringt í skakkt númer, hér væri engin fabrikka, TMM 1993:3 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.