Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Blaðsíða 8

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Blaðsíða 8
Jón Proppé Dyggðirnar og íslendingar Skoðanakönnun Haustið 1999 var gerð skoðanakönnun til að kanna hvaða dyggðir íslending- ar meta mestar. Verkefnið var unnið í tengslum við fyrirhuguð skrif og myndlistarsýningu á Þingvöllum í tilefni af því að þúsund ár eru liðin frá því að kristni var tekin í landinu. Á sýningunni, sem fjórtán myndlistarmenn taka þátt í, og í greinunum sem hér fylgja er þeim sjö atriðum sem fólk telur samkvæmt könnuninni varða mestu teflt saman við höfuðdyggðirnar sjö sem hafa verið einn helsti máttarstólpi kristinnar siðfræði og rekja má allt aftur til forngrikkja. Þannig er reynt að takast á við þá siðffæðilegu arfleifð sem kristnin hefur alið en um leið að leitast við að meta og skýra siðferði samtímans og beita til þess bæði hefðbundnum aðferðum ff æðimennsku og lista, og þeirri rannsóknaraðferð sem líklega er orðin hvað fýrirferðarmest í samtímanum: Skoðanakönnuninni.1 Það er reyndar ekki óþekkt að skoðanakönnunum sé beitt til að rannsaka siðferðileg málefni og má þar minna á Ósló-skólann í heimspeki með Arne Næss (1912-) í fararbroddi sem aðhylltist notkun slíkra kannana til að skera úr um flest efni, hvort sem væri siðffæðileg eða önnur. Hér er þó ekki mark- miðið að endurvekja þá ströngu raunhyggju sem Ósló-skólinn hélt ffam heldur ffemur að reyna að hlusta eftir siðferðilegum grunntóni íslensks sam- félags með sem flestum aðferðum, sögulegri greiningu, almennri könnun á viðhorfum og framsetningu á þeirri siðferðishefð sem við búum að. Hér mun ég fjalla um niðurstöður skoðanakönnunarinnar og það sem hún virð- ist segja okkur um siðferðisviðhorf fólks í íslenskum samtíma, auk þess sem niðurstöðurnar verðar tengdar greiningu á dyggðarhugtakinu og mikilvægi þess í siðfr æðilegum skilningi á einstaklingum og samfélaginu. í greinunum sem fylgja er meiri áhersla lögð á að tengja þessar niðurstöður við hefð og sögu, og að skoða þannig sögulegt samhengi þeirra viðhorfa sem virðast út- breiddust nú á dögum. í sem stystu máli sagt kom í ljós að þeir sem svöruðu könnuninni virtust 6 www.malogmenning.is TMM 2000:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.