Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Blaðsíða 29
DYGGÐIRNAR SJÖ AÐ FORNU OG NÝJU
Pá sendi Drottinn stórfisk til þess að svelgja Jónas. Og Jónas var í
kviði fisksins þrjá daga og þrjár nætur. Og Jónas bað til Drottins
Guðs síns í kviði fisksins... Drottinn bauð fiskinum að spúaJónasi
upp á þurrt land.
Jónas2
7 kærleikur
Hávamál segja á sinn einfalda hátt allt um kærleikann. Ég er svo jarð-
bundin að halda að kærleikur sé líffræðilegt ástand sem komi stund-
um yfir okkur og stundum ekki, rétt eins og yfir ketti. Kristnin gerir
málið flóknara og gengur út frá því að hægt sé að rækta elsku, stilla
sig inn á þá bylgjulengd. Þá vaknar alltaf þessi spurning um gervi-
brosin og gervielskuna. En hlutlaus lýsing á eðli elskunnar er hvergi
fallegri en í Korintubréfinu.
Hrörnar þöll
sú er stendur þorpi á,
hlýrat henni börkur né barr.
Svo er maður
sá er manngi ann,
hvað skal hann lengi lifa?
Hdvamdl
Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef
elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan.
Jesús, Jóhannes 13
Enginn á meiri kærleik en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini
sína.
Jesús, Jóhannes 15
Elska öfundar eigi, eigi gerir hún miska, eigi drambar hún, eigi er
hún ágjörn, eigi leitar hún sinna hluta, eigi hæðir hún, eigi hyggur
hún illa, eigi fagnar hún illu, en hún samfagnar góðu. Alla hluti ber
hún, öllum trúir hún, öllum vilnast hún, öllum heldur hún upp,
aldregi fellur hún.
Endursögn íslenskrar hómilíubókar á orðum Páls Postula
í Korintubréfi.
Þórunn Valdimarsdóttir tók saman
TMM 2000:2
www.malogmenning.is
27