Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Blaðsíða 49

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Blaðsíða 49
DYGÐIR ÍSLENDINGA finnast ætti þeirra að hafa orðið vart helst um leið og hópurinn myndaðist sem slíkur, eða þegar við landnám. Ég ætla því fyrst að skyggnast eins langt aftur í aldir og hægt er og athuga hverju erlendir menn, aðallega þeir mið- aldamenn sem skrifuðu um fsland á latínu, héldu fr am um ágæti íslendinga. Síðan ætla ég að fylgja þeirri hugmynd í gegnum söguna, og fjalla meðal ann- ars um margs konar íslandslýsingar og kynningarrit um landið, bæði eftir íslendinga og útlenda menn, sem þá verða látnar gilda sem eins konar fornar Gallup-skoðanakannanir. Þó mun ég reyna að leggja mesta áherslu á það sem verr er þekkt, annað hvort vegna þess að það liggur fyrir ofan eða fyrir neðan þær íslensku bókmenntir, sem þótt hafa verðar mestrar athygli, og einbeita mér einkum að latínuritum um og eftir íslendinga, auk þess sem ég mun minnast á lággróður íslenskra bókmennta eins og til dæmis lygisögur og rímur. Önnur ástæða fyrir því að ég mun ekki fjalla hér um megin- straumana í íslenskri bókmenntasögu er sú að ég er ekki menntaður í þeirri grein heldur í klassískum bókmenntum suðrænum. Af þessum sökum bið ég lesandann að sýna mér þolinmæði, ef viðvaningsbragur er á þessu yfirliti, og hafa í huga að tilgangurinn er aðeins að fá einhverja sýn á dygðir fslendinga, en ekki að endurskrifa íslenska bókmenntasögu. Eiginverk íslendinga frá landnámi Elsta heimildin um dygðir fslendinga sem þjóðar eða hóps er verk Adams frá Bremen (d. 1085), Gesta hammaburgensis ecclesiæpontificum, eða Saga erki- biskupa Hamborgar, en þar er meðal annars sagt frá ísleifi Gissurarsyni, fyrsta íslenska biskupnum hér, vígslu hans í Bremen árið 1055 og bréfi sem hann tók með sér til íslands frá Aðalberti erkibiskupi, en hin nýstofnaða ís- lenska kirkja heyrði undir stól hans. Adam segir íslendinga fátækt fólk sem veki ekki öfund hjá neinum og lifi í heilagri einfeldni. Eftir að það hafi tekið kristni sé það jafnvel ennþá sælla, þótt áður en þetta gerðist hafi íslendingar, samkvæmt einslags náttúrulögmáli, lifað í allgóðu samræmi við kristnina. íslendingar hafa til að bera marga góða kosti, segir Adam ennfremur, eink- um kærleika, svo þeir halda alla hluti sameiginlega jafnt fyrir aðkomumenn sem infædda. Á spássíu segir svo að íslendingar hafi engan kóng, aðeins lögin séu þeirra kóngur. í meginmáli segir hins vegar að þeir virði biskup sinn eins og kóng og hlýði honum í hverju sem hann ákveður í samræmi við guð, ritn- inguna og hefðir annarra þjóða.10 Svo virðist sem einhver vitneskja hafi borist til Adams ff á ísleifi biskupi um stjórnarfar og lagahefð hér á landi, svo og um það mikilvæga hlutverk sem biskupinn ætlaði sér og kristinni kirkju í konunglausu landi. Aðra merka heimild um dygðir fslendinga er að finna í verki norsks 47 TMM 2000:2 www.malogmenning.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.