Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Síða 51

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Síða 51
DYGÐIR ÍSLENDINGA mikið verk sem fyllir sextán bækur og 552 síður í nútíma útgáfu.13 í formála Danasögu, þar sem höfundurinn gerir grein fyrir heimildum, er svohljóð- andi umsögn um íslendinga: „Þá skal eigi þegja í gleymsku dugnað Thule- búa. Vegna þess að ófrjósemi heimahaganna meinar þeim að lifa í vellystingum, rækja þeir störf sín í stöðugu meinlæti og verja að jafnaði hverri stund ævinnar til eflingar fróðleiks um affek annarra manna. Þannig bæta þeir sér upp fátæktina með gáfum sínum. Að kunna sögu allra þjóða og geyma minningu þeirra kemur þeim í nautna stað, en eigi telja þeir sér minni sæmd vera í því að frægja annarra dygðir en að sýna í verki sínar eigin. Ég hef ráðfært mig af mikilli nákvæmni við sagna sjóði þessara manna, þar sem mikið er lagt að veði, og hann er eigi lítill sá partur míns verks, sem ég hef prjónað saman í líkingu við frásögn þeirra, né skammast ég mín fyrir að styðjast við úrskurð þeirra manna, sem ég hef reynt ágætasta að svo mikilli kunnáttu um forn fræði.“14 Undir lok Danasögu minnist höfundurinn síð- an á íslendinginn Arnoldus, sem líklega hefur heitið Arnaldr á þeirri „dönsku tungu“ sem töluð var bæði á íslandi og í Danmörku á þessum tíma, en hann er sagður í þjónustu Absalons erkibiskups í Lundi í lok tólftu aldar og mikill forvitri, en „ekki síður ffóður um forn ffæði en spádóma og ágæt- astur allra að segja sögur af skynsamlegu viti.“15 Um 1200 skrifar annar latínumaður frá löndunum umhverfis ísland, Eng- lendingurinn Giraldus Cambrensis (1146-1223), í ritinu Topographia Hibernica (II, 13) eða Landlýsingu írlands: „á Islandi býr þjóð sem er fáorð og sannsögul, því hún talar sjaldan og segir lítið í hvert sinn, og sver enga eiða, því hún kann ekki að ljúga. Ekkert fýrirlítur hún jafn mikið og lygina" (Gentem hæc breviloquam et veridicam habet. Raro namque brevique fungens sermone, juramento non utitur; quia mentiri non novit. Nihil enim magis quam mendacium detestatur). Ekki er laust við að maður kannist hér við frá- sagnastíl sumra íslenskra sagna, þar sem það virðist talið til viðburðar þegar fólkyrðir hvert á annað (t.d. í Brennu-Njáls sögu: „Varð þeim fátt að orðum og fór svo fram um veturinn" eða í Svarfdæla sögu: „Hætta þeir nú þessu tali og líður að jólum“). Ólíklegt er þó að Giraldus hafi lesið íslenskar sögur - álíka ólíklegt og að í orðum þessa Englendings megi kenna útkomu Gallup- könnunarinnar að ofan, en samkvæmt henni meta íslendingar ennþá mikils heiðarleika og hreinskilni. Ef við rekjum okkur áfram í tíma verður næstur fyrir okkur Olaus Magn- us (1488-1558), biskup í Svíþjóð, en hann skrifaði Historia de Gentibus Septentrionalibus, eða Sögu norrænna þjóða, veglegt rit prýtt fjölda mynda, sem prentað var í Róm árið 1555. Olaus Magnus segir að íslendingar hafi „sitt eigið ritmál og sögu um glæsileg afrek; þeir skrifa einnig um sögulega at- burði ff am að samtíma sínum, sem þeir minnast bæði í söngvum og rímum, TMM 2000:2 www.malogmenning.is 49
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.