Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Page 52

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Page 52
GOTTSKÁLK ÞÓRJENSSON en einnig letra þeir á björg og kletta, svo að ekkert nema náttúruhamfarir getur komið í veg fyrir varðveislu þekkingarinnar með afkomendum þeirra.“16 Olaus Magnus, sem var biskup í kaþólskum sið og flúði Svíþjóð og fór til Ítalíu við siðaskiptin, er síðasti miðaldahöfundurinn sem gerir að umfjöllunarefni dygðir íslendinga. Eftir siðaskiptin eflast mjög samskipti íslendinga við aðrar þjóðir og upplýsingastreymi til og ffá landinu eykst.17 Þótt ekki virðist útlendir menn hafa vitað mjög mikið um íslendinga á miðöldum, þá er sú mynd sem dregin er upp í ofangreindum ritum af fátæku fólki sem lætur dygðir sínar í ljósi með sagnavísdómi og kveðskap eigi að síð- ur sönn í megindráttum. Sem tákn um bóklegar dygðir fslendinga og sér- staklega um það hlutverk þeirra að varðveita sögu annarra þjóða ásamt sinni eigin stendur Konungsbók eddukvæða frá því um 1270. Nafnið gæti bent til veglegrar og skrautlegrar bókar. Konungsbók eddukvæða er hins vegar jafn fátækleg í útliti og hún geymir merkileg fræði. Þessi slitna og rauðbrúna skinnbók sem er svo dökk af óhreinindum að erfitt er að greina þar stafaskil, geymir allan þorra eddukvæða, og stór hluti þeirra er aðeins varðveittur í henni. Hver sem uppruni kvæðanna er, en þau eru áreiðanlega sum mun eldri en handritið sjálft, þá er ljóst að fátækt íslendinga, sem miðaldahöfund- um verður svo tíðrætt um, hefur ekki aftrað þeim frá því að verða sú þjóð í Norður-Evrópu er varðveitti best hinn norræna og norður-evrópska arf goða- og hetjukvæða. Auk eddukvæða varðveittu fslendingar fornan hetju- sagnaarf í um þrjátíu sögum, sem hafa verið kallaðar Fornaldar sögur Norð- urlanda, allt frá því C.C. Rafn gaf þær út undir því nafni í Danmörku á fyrri hluta nítjándu aldar. Þær höfðu þó margar komið út áður í sænskum útgáf- um, sú fyrsta 1664. Þessi kvæða og sagnaarfur sem geymdist með íslending- um er þó ekki íslenskur að uppruna, því hann er skyldur germönskum hetjukvæðum og sögum sem í minna mæli hafa einnig varðveist á megin- landinu og á Bretlandseyjum. Því má reyndar bæta hér við að það var f slend- ingur, Grímur Jónsson Thorkelin leyndarskjalavörður, sem fann og gaf fyrstur út, árið 1815, með latneskri þýðingu helsta fornkvæði Englendinga, Bjólfskviðu,18 Svipaða sögu er að segja af dróttkvæðunum. Þessi hirðkveð- skapur kemur fram með eflingu konungsvaldsins í Noregi á síðari hluta ní- undu aldar, á sama tímabili og ísland tekur að byggjast, að sögn fyrir andóf gegn hinu nýeflda konungsvaldi. Dróttkvæði voru ort fram á fjórtándu öld og þekkt eru nöfn yfir 200 skálda. í fyrstu eru skáldin norsk, en fljótlega (og greinilega í þversögn við flótta landnemanna á íslandi undan sterku kon- ungsvaldi) virðast íslenskir menn verða einir um að sinna hlutverki skálda við hirðir norrænna konunga. í bókmenntasögu sinni á latínu, Sciagraphia, frá árinu 1777 raðar Hálfdan Einarsson þessum hirðskáldum upp undir konungum og ríkisstjórum Danmerkur, Svíþjóðar og síðast en ekki síst 50 www.malogmenning.is TMM 2000:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.