Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Page 54

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Page 54
GOTTSKÁLK ÞÓRJENSSON máli virðist hefjast snemma á tólftu öld hér á landi og fyrstu aldirnar eftir það voru fslendingar afkastamiklir bókamenn. Fyrir utan rit sem notuð voru við kristnihaldið sjálft, mörg sennilega þýdd og útlögð úr latínu, og þýðingar veraldlegra suðrænna rita, sem hingað komu með lærðum mönnum, voru einkum skráðar ævisögur höfðingja, svo sem konunga nágrannaríkjanna, og helgra manna, svo sem biskupa á íslandi. Snorri Sturluson segir í formála Noregskonunga sögu sinnar, Heimskringlu, að Ari prestur hinn fróði Þorgilsson (1067-1148) hafi ritað fyrstur manna hér á landi að norrænu máli fræði, bæði forna og nýja. Auk þess að rita „konunga ævi í Noregi og Danmörku og á Englandi“ setti hann saman þjóðarsögu íslendinga, um upphaf byggðar í landinu og lagasetningu, lögsögumennina og komu kristn- innar. En stór hluti af því sem var skráð var ætt- og mannffæði, þau fræði sem lögðu grunninn að Landnámabók. Landnáma er sennilega eitt sér- kennilegasta rit sögunnar. Þótt ekki væri fyrir annað myndi þetta eina rit gefa íslendingum mikla sérstöðu meðal Evrópuþjóða, því hennar vegna eru íslendingar „eina þjóð í Norðurálfu, sem man til upphafs síns“ eins og Sig- urður Nordal orðar það svo eftirminnilega í upphafsorðum íslenzkrar menningar,19 íslendingar eru fyrsta þjóð af evrópskum uppruna sem verður til á sögulegum tímum. Engin önnur þjóð í Evrópu þekkir sögu sína ffá upp- hafi eins og íslendingar. Vitað er um nöfn fjölda manna og kvenna sem námu hér land fýrir um 1100 árum, hvar þetta fólk settist að og hvenær. Vegna þess að þeirri rækt sem lögð var við ættfræði hér frá upphafi byggðar hefur verið dyggilega haldið við í gegnum aldirnar, geta núlifandi fslendingar ennþá rakið ættir sínar til þessara sömu manna og kvenna. Ástæðan fyrir þessari sérstöðu íslendinga er samt ekki aðeins sú að landið byggðist á sögulegum tíma. Áhugi íslenskra skálda og sagnamanna beindist nefnilega ekki aðeins að sínu eigin fólki, heldur virðast þeir hafa rækt ákveðið hlutverk meðal nágrannaþjóðanna og hér á landi var vissulega varðveitt, eins og áður sagði, mikil þekking um sögu og menningu Norður-Evrópu, sem annars hefði að miklu leyti glatast. Það er því verðskuldað lofið sem latneskir miðaldahöf- undar í nágrannalöndunum báru á íslendinga fyrir að þekkja betur en aðrir, ekki aðeins sína eigin sögu, heldur einnig sögu annarra landa. Langdregnar miðaldir íslenskrar alþýðu Það gleymist stundum að íslendingar lögðu ekki af sagnaritun eftir siða- skiptin. Sögur hafa verið skrifaðar á íslandi samfleytt ffá því latnesk ritlist Suður-Evrópu barst hingað með kristinni kirkju. En þar til á nítjándu öld voru þessar sögur einnig með mjög svipuðum blæ og frá upphafi. Þannig á það ekki beinlínis við þegar fjallað er um íslenska menningarsögu að kalla 52 www.malogmenning.is TMM 2000:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.