Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Qupperneq 56

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Qupperneq 56
GOTTSKÁLK ÞÓRJENSSON sína. En j afnvel eftir að hið veraldlega prentverk tók til starfa var lítið prentað af sögum vegna þess að þeir sem stóðu fyrir útgáfu bóka voru lærdómsmenn sem orðið höfðu fyrir áhrifum ffá upplýsingastefnunni, en höfuðtilgangur hennar hér á landi var að breiða út hagnýtar upplýsingar til þess að bæta af- komu landsmanna. Flestir upplýsingamanna voru því fjandsamlegir forn- sögum, ævintýrum og rímum, sem þeir álitu standa í vegi fýrir framförum í landinu af því þær væru „til lítillar upplýsingar" eins og Stefán Þórarinsson amtmaður segir orðrétt undir lok átjándu aldar.22 Þannig reyndu Hannes Finnsson biskup og Magnús Stephensen etazráð, stofnendur Hins íslenzka Landsuppfræðingarfélags, á sama hátt og Guðbrandur Þorláksson rúmlega tveim öldum fýrr, að venja íslendinga af sögum og rímum með því að fá þeim í hendur uppbyggilegra efhi, að eigin mati, til upplestrar á kvöldvökum. En landsmenn reyndust óforbetranlegir og þeir höfnuðu hinum nýju kvöldvökum hins andlega og veraldlega yfirvalds, en héldu áfram að semja og lesa upp sínar gömlu sögur og rímur. Neikvætt viðhorf hinnar háskóla- menntuðu yfirstéttar til íslenskra alþýðudygða hélst langt fram á nítjándu öld, þótt í fýrstu hafi stundum þær sögur sem þóttu vera áreiðanlegar heim- ildir verið undanskildar og síðan fslendingasögur, er þjóðernisstefhan flutt- ist hingað ffá Þýskalandi, og þannig hafi hin móralska ádrepa horfið í skuggann fýrir pólitískri réttsýni af nýrri gerð, háleitri fagurfræði og list- rænu í anda rómantísku stefnunnar. önnur fræg gagnrýni yfirstéttarinnar á alþýðubókmenntir var árás Jónasar Hallgrímssonar á rímurnar og þær sög- ur sem þær voru ortar upp úr. Einnig var Tómas Sæmundsson á fýrri hluta nítjándu aldar mótfallinn því að prentsmiðjan í Viðey skyldi notuð til að prenta rímur. Og Benedikt Gröndal brást ekki síður harkalega í Þjóðólfs- grein við útgáfu Fjögurra Riddarasagna í Reykjavík árið 1852, ekki aðeins vegna þess að útgefendurnir voru prentari og skósmiður, en ekki lærðir forn- fræðingar eins og hann sjálfur, heldur amaðist hann við því að sögurnar hafi verið gefnar út til að skemmta alþýðu, kallar þær uppspuna og „eitthvert bannsett bull, sem er öldungis út úr og á móti anda tímans og þjóðar- • «93 ínnar. Þannig lagðist hin menntaða yfirstétt frá siðaskiptum og langt fram á nítj- ándu öld gegn sagna- og kvæðaskemmtun íslendinga, en yfirleitt án árang- urs, að öðru leyti en því að venjulegir íslendingar héldu áfram að rækta dygðir sínar með sama hætti og áður, þ.e. í handritum og án prentlistarinnar. Það var fýrst á tuttugustu öld sem fræðimenn, íslenskir og útlendir, skildu að það sem forverar þeirra höfðu bölsótast út í var í raun það sama og þeir áttu óbeint að þakka þau afrek á bókmenntasviðinu sem gerðu íslendingum mögulegt að kalla sig þjóð, sem ætti rétt á að ráða sér sjálf í samfélagi þjóð- anna. Stundum hefur íhaldssemi þessara alþýðubókmennta verið líkt við ís- 54 www.malogmenning.is TMM 2000:2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.