Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Page 58

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Page 58
GOTTSKÁLK ÞÓRJENSSON greinar á latínu, og eftir siðaskiptin urðu þeir aðeins fyrsta stigið í menntun- arkerfi því sem allir þegnar Danakonungs bjuggu við. Framhaldsmenntunin var einnig latínumenntun. Frá sextándu og fram á nítjándu öld var háskól- inn í Kaupmannahöfn þungamiðja hins andlega lífs lærðra manna á íslandi, og þar var latína það tungumál sem mest rækt var lögð við. Eftir að námi var lokið skrifuðu lærðir menn síðan ff æðibækur og ritgerðir í öllum greinum á latínu, svo og sendibréf, einkum til útlendra manna. Fyrstu atkvæðamiklu biskuparnir í hinum nýja sið, Guðbrandur Þorláksson og Oddur Einarsson, voru báðir menntaðir í Hafnarháskóla. Með hjálp góðra tengsla við kennara sinn þar, Paul Madsen biskup, tókst Guðbrandi að tryggja íslenskum skóla- piltum forgang að nýjum fátækrastyrkjum fyrir stúdenta við akademíuna, í því skyni að alltaf yrðu til nægilega margir háskólamenntaðir íslendingar til þess að kenna við stólskólana og gegna öðrum kirkjulegum embættum. Margir af þeim íslendingum er mest lærdómsafrek unnu á næstu öldum nutu þessara forréttinda við háskólann.25 Frá siðaskiptum má því greina eflingu hins latneska straums í íslenskum bókmenntum og menningu. Þessum straumi hafði áður verið veitt til íslands með kristni árið 999 eða 1000, en nú varð hann afar öflugur í annað sinn, samhliða hinum íslenska straumi, eins og bergvatnsá sem rennur í jök- ulsá, sem lengi er hægt að greina að í sama farvegi þar til þær taka loks að blanda litum og verða smám saman að einum straumi, þeim straumi sem við nú þekkjum sem íslenska menningu. Mörg þeirra verka er íslendingar rit- uðu á latínu komust á prent, flest í Danmörku og Þýskalandi, en mikill hluti þeirra var aldrei prentaður og varð því að þessu leyti að búa við sama hlut- skipti og alþýðusögurnar og rímurnar, þótt latínuritin hafi auðvitað ekki hentað eins vel og þær til upplestrar á kvöldvökum landsmanna. Hvers kyns íslandslýsingar og kynningarrit um landið á latínu koma í óbeinu framhaldi af þeim miðaldaritum útlendinga sem áður er um getið. Stundum er eins og litlu máli skipti hvort höfundur þessara íslandslýsinga er I slendingur eða út- lendingur. Ef hann er íslendingur, þá er hann ekki óbrotinn alþýðumaður heldur einn af hinni menntuðu yfirstétt sem setur sig í stellingar og skoðar land sitt með augum og lýsir því með orðum erlendra háskólamanna. Hér að neðan mun ég fjalla nánar um tvö slík verk, eitt ffá sextándu öld eftir fslend- ing, og annað frá sautjándu öld eftir danskan fræðimann. Fræðimenn gera stundum mikið úr menningarlegri einangrun íslands á síðustu öldum fyrir siðaskipti, en slík einangrun, ef hún var þá raunin, hlýtur ekki síst að hafa komist á vegna þess að aðrar norrænar þjóðir skildu ekki lengur sína fornu tungu. Árið 1722 heldur Páll Vídalín lögmaður því fram að íslenska sé ekki þjóðtunga, heldur hið sameiginlega forna mál norrænna manna sem aðeins varðveittist í munni íslenskra manna: „Ekki minnist eg 56 www.malogmenning.is TMM 2000:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.