Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Side 65

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Side 65
DYGÐIR ÍSLENDINGA okkart starf í sex hundruð sumur, og fann ekkert gott svar. Ástæðan var sú að hann vildi ekki finna neitt svar og kaus heldur að draga upp eins ömurlega mynd af íslenskri þjóð í ánauð dansks konungsvalds og unnt var. Ein afleið- ingin af slíkum málflutningi varð að myndin af menningu íslendinga skekktist mikið, og á tímabili var eins og landsmenn tryðu því að ekkert markvert hefði gerst hér á landi í bókmenntum síðan á þjóðveldistímum. Reyndar var þessi hugmynd um gullöld íslendinga í bókmenntum nokkuð eldri, en hún öðlaðist mikla útbreiðslu á tímum rómantíkurinnar. Engu að síður blasti starf íslendinga við og hafði alla tíð verið rækt af dugnaði, ekki síst eftir að þjóðveldið leið undir lok og landið fékk konung, jafnvel á mestu og verstu niðurlægingartímum í sögu þjóðarinnar. Starf eða eiginverk fslendinga hafði verið og er ennþá bóklegar menntir, og því er minjar um ís- lenska menningu helst að finna ekki úti á víðavangi, heldur á bókasöfnum hérlendis og erlendis. Krafan um að fá íslensku handritin heim frá Kaup- mannahöfn, var umfram allt krafa um að fá stóran og mikilvægan hluta þessa eiginverks aftur til íslands. í áratugi hafa málsmetandi íslendingar haldið því frarn í fúlustu alvöru að það sem réttlætti tilveru hinnar íslensku þjóðar væri varðveisla íslenskunnar. Dygð íslendinga væri umfram allt sú að tala íslensku: „Dugnaði þjóðarinnar til lands og sjávar er við brugðið, atgervi hennar, andlegt og líkamlegt, er hvarvetna rómað, og hún er maklega stolt af stórbrotnum framförum. Þó er aðeins eitt, sem vér getum gert svo, að engin önnur þjóð megi eftir leika, og það er að tala íslenzku. Þess vegna, og aðeins þess vegna, er íslenzk þjóð heiminum ómissandi. Að tala íslenzku, að halda lifandi einu merkasta bókmennta-máli veraldar að fornu og nýju, það er vor mikli verðleikur.“40 Höfuðrökin fyrir sjálfstæði íslendinga hafa alltaf verið, með réttu eða röngu, tungan og bókmenntirnar. Sú söguskoðun, ef hægt er að kalla hana það, sem hér er haldið á lofti gæti vissulega sýnst vera söguskoðun stöðnunar, en ekki framfara og breytinga. Þróunarkenningar í sagnfræði eru góðra gjalda verðar, en þær lýsa ekki því sem er stöðugt og breytist ekki, heldur lagar sig aðeins að breyttum aðstæð- um. íslendingar ortu dróttkvæði áður en latnesk ritlist kom til landsins að gagni, en eftir að ritöld hófst héldu þeir áfram að varðveita að einhverju leyti svipaða þekkingu sem þeir höfðu áður geymt í minni sínu og bundnu máli, en nú með hjálp þess latínuleturs og bókagerðar sem hingað barst með krist- inni kirkju. Við siðbreytinguna gekk yfir landið önnur holskefla latneskra mennta, og þótt fyrstu tuttugu árin væri skólahald við latínuskólana á bisk- upsstólunum tveimur að mestu leyti í höndunum á dönskum og þýskum kennurum, „því hér var þá bágt að fá svo vel latínulærða íslenzka menn, sem þurfti, til að stipta og niðursetja vel og skikkanlega einn almennilegan lær- dómsskóla og ungdóminn vel að uppfræða,1'41 þá tóku íslendingar fljótlega TMM 2000:2 www.malogmenning.is 63
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.