Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Side 71

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Side 71
20. OLD Hvernig koma dyggðirnar sjö undan nýliðinni öld? Þær hafa sýnist mér allar breyst og flestar látið mikið á sjá. Viskan er búin að vera, hugrekkið er ekki boðað sem dyggð og er því alveg falið og sálrænt, hófstilling er orðin dyggð heilsunnar vegna, réttlætið ekki lengur bar- áttumál, trúin ekki svipur hjá sjón, vonin séríslenskt fyrirbæri vegna uppgangs á öldinni, kærleikurinn fellur aldrei úr gildi, en gáfulegast orðið að tala sem minnst um hann nema bókstaflega í augnaráði, brosi og snertingu. Við höfum misst trúna á upphafin og háleit mark- mið. Það er ágætt, mannapinn þekkir betur takmörk sín en áður, og það er vel, þá er frekar hægt að rótast í að byggja eitthvað upp á jarð- bundinn varfærinn hátt? Benda nýju dyggðirnar sjö sem Gallup hjálpaði okkur að finna ekki til þess að við séum á þeirri leið? Munið nýju dyggðaþuluna: hreinskilni, dugnaður, heilsa, heiðarleiki, jákvæðni, traust, vin- átta/fjölskylda. 1 viska Nýliðin öld tortryggir viskuna. Vísdómur og speki skruppu endan- lega saman undan vísindahyggjunni. Leiðarhnoðið felst í orðum Wittgensteins, sem segir að það sem á annað borð sé hægt að hugsa og segja sé hægt að hugsa og segja skýrt. Síðustu tímar eru í því að greiða gamla viskuflóka og hugtakarugl, við erum orðin afar meðvit- uð um hvernig viðteknar kreddur hafa litað öll hugvísindi. Halldór Laxness fer í gríni nærri vanda viskunnar þegar hann bendir á hversu lokaður viskuheimur kvenna sé körlum, þangað verði aldrei hægt að komast nema tengjast blóðrás kvenna sem síamstvíburi. Jóhanna Sveinsdóttir fer á svipaðar slóðir með því að tala um vísa fingur. Visk- an liggur í skynjuninni, í líkamanum. Þangað er hún flúin því að yfir hana ná engin orð. Hún er komin í skjól í iðrunum. Ég fann texta eftir Sigfús Daðason sem tengir hreinskilni og visku. Falskur heimur sem horfðist í augu við tvær heimsstyrjaldir þurfti að endurskoða visku sína, og þrautalendingin er að hugsa það litla sem hægt er að hugsa skýrt og segja það allt, draga ekkert undan. Sigfús TMM 2000:2 www.malogmenning.is 69
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.