Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Page 75
sé mikið vel þekkt er hún of falleg og íslensk í sársauka sínum og
trega til að ég geti sleppt henni. Ég þekki ekki neina tilvitnun sem
nær svona vel utan um allar hliðar kærleikans og þann mátt sem í
honum býr, til góðs og ills.
Að lokum stilli ég þeim upp saman, Ólöfu á Hlöðum og Diddu.
Það kemur á óvart hversu mikil líkamleg kærleiksþrá er í ljóðum
eldri kvenna, þótt hún sé falin rósum. Ljóð Diddu um kisu sýnir heilt
universum líkamlegs kærleika, lofsyngur allar tegundir snertingar
og minnir á skyldleika manna og dýra. Hugsunin um kærleikann er
þar orðin víðáttu frjálsari en í Dyggðaspegli og vísu Ólafar frá Hlöð-
um. Þótt þráin sé sú sama er karldýrið ekki lengur neinn
kvendýrsvoði heldur bara óræður yndislega dýrslegur mótherji.
Eitt bros - getur dimmu í dagsljós breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast
við biturt andsvar, gefið án saka.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast,
sem aldrei verður tekið til baka.
Einar Benediktsson. Úr Einræðum Starkaðar
Visa
Láttu brenna logann minn,
lof mér enn að skoðann,
horfa í ennis eldinn þinn,
inn í kvenna voðann.
Ólöf Sigurðardóttir Jrá Hlöðum: Nokkur smákvœði
Kisa
Mig langar að vera strokið
eins og ketti í kelukasti.
Klappað og strokið
og svo ef til vill
kysst á trýnið
og knúsuð
upp í hálsakotið.
Úff, hvað mig langar
að vera strokið þétt
niður bakið, nudduð
milli tánna, klórað
blíðlega á magann,
blásið heitt á bringuna
TMM 2000:2
www.malogmenning.is
73