Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Page 82
JOSÉ HERNÁNDEZ
Úthellt blóð gleymast ekki má,
við andlátið fyrst það víkur ffá.
Öllu svo um það breytti,
neitt ég ei heldur neita því,
sem neistaregnið það drýpur í
sál þess er sárin veitti.
Sí og æ vil ég segja hér,
að sopinn óvina verstur er,
í vinsemd þann við, er svallar,
og ódæðisverk sem upp á bar,
í ölæði líka framið var,
á tugtun tvöfalda kallar.
Gerist nú rósta og görótt spil
gott er að vera fyrstur til.
Náung skal ekki níða
rétt þó að ykkar reynist svar.
Reynið með gætni alls staðar
skegg hins snauða að sníða.
Gefir þú hjartað glaður þitt
góðri konu og hún þér sitt
ögraðu henni eigi.
Konur sem hryssing, háð og smán
hljóta í staðinn fyrir lán
tapast, það satt ég segi.
Reynið, séuð þið söngvarar
að syngja með viðkvæmt hugarfar,
hljóðfærið helst ei stillið
einungis til að tala mál.
Um tilfinningar í eigin sál
syngið og sannleik hyllið.
80
www.malogmenning.is
TMM 2000:2