Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Side 91

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Side 91
MEIRA UM FALS OG PRETTl sjónmennt og því trúnaðarsambandi sem lengi vel ríkti milli íslenskra lista- verkasala og listáhugafólks. Hér sést kannski best hversu kænlega þeir svika- hrappar sem hér eru í aðalhlutverki lögðu snörur sínar fyrir íslenskra listunnendur. Allt ffá öndverðri 19. öld og langt fram yfir síðari heimstyrjöld voru afar náin tengsl milli danskrar og íslenskrar myndlistar. Jafnvel er ekki djúpt í ár- inni tekið að halda því fram að framan af hafi íslensk myndlist verið fram- lenging á danskri myndlist. Allir helstu listamenn okkar stunduðu nám um lengri eða skemmri tíma í Danmörku, aðahega við Konunglega danska akademíið. Þar áttu þeir sér lærifeður og drukku að auki í sig það sem var að gerast í dönsku listalífi á hverjum tíma. Óhjákvæmilega eru lærdómsverk þeirra uppfull með áhrif frá danskri list og listamönnum. TU dæmis samsamaðist Þórarinn B. Þorláksson svo vel danskri aldamótalist að erfitt er að greina á mhli verka hans og margra danskra samtímamanna hans. Sumir þessara íslensku listamanna, til dæmis Kjarval, Kristín Jónsdóttir, Muggur, Jón Engilberts og Nína Tryggvadóttir brugðu sér einnig í margra listamanna líki á námsárum sínum. Sjálfur hef ég horft upp á nána ættingja eins þessara listamanna flokka verk hans frá Danmerkurárum undir falsanir, þó svo óyggjandi eigendasögur hafi í öllum tilfellum verið fyrir hendi. Allt þetta vissu áðurnefndir hrappar, enda segja heimildir að þeir hafi verið með pungapróf í listmálun og að auki hagvanir í Danmörku. Virðist ff amgangsmáti þeirra í stórum dráttum hafa verið sá að þeir þræddu dönsk uppboðshús og markaði í leit að ódýrum tuttugustu aldar verkum eftir danska listamenn, sem með lítilli fyrirhöfn mætti dubba upp í „lærdóms- verk“ íslenskra listamanna. Meginaðferðunum lýsir Halldór Björn í grein sinni: „Önnur aðferðin var að mála nýtt verk ofan á annað ... Hin aðferðin og löðurmannlegri var að láta myndina á striganum eða pappírnum standa óhreyfða, en afmá í staðinn merkingu hins rétta höfundar- annað hvort með því að nema hana burt eða hylja hana málningu - og falsa merkingu þess listamanns sem maður vill hafa fyrir höfund.“ Þriðja aðferðin var líka til, en hún fólst í því að mála „íslenskt“ mótíf inn í danska mynd. Mér er minnistætt málverk, eignað Þórarni B. Þorlákssyni, þar sem íslenskar kindur höfðu verið nettilega málaðar inn í jóskt landslag. Ógetið er svo margháttaðs „nýsköpunarstarfs" falsaranna, til að mynda olíumálverkanna sem þeir máluðu eftir þekktum teikningum meistaranna eða teikninganna sem þeir gerðu eftir þekktum málverkum. Áttu þá inn- byrðis tengsl teikninga og málverka, formræn og inntaksleg, að tryggja að falsanirnar væru ekta. TMM 2000:2 www.malogmenning.is 89
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.