Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Qupperneq 92

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Qupperneq 92
AÐALSTEINN INGÓLFSSON Af andúð á sérfræðingum Allt eru þetta aðferðir sem erfitt er að verjast, jafnvel fyrir okkur sem höfum haft fagleg afskipti af íslenskri myndlist um áraraðir. Meginástæðan er kannski sú að ekki hefur verið tekin saman heildarskrá, á alþjóðlegu fagmáli „catalogue raisonné“, yfir verk nokkurs íslensks málara. Heildarskrár af þessu tagi, afrakstur margra ára rannsókna, eru nauðsyn- leg hjálpartæki listfræðingum, listhöndlurum og almennum kaupendum listaverka. Komi á markaðinn verk, eignað ákveðnum listamanni, sem ekki er að finna í heildarská yfir verk hans, verður selj andi eða uppboðshaldari að færa sönnur á að það sé ófalsað. Vitaskuld eru slíkar skrár ekki fullkomnar; það liggur í hlutarins eðli að þær þarf stöðugt að endurskoða með tilliti til nýrra upplýsinga. Og ekki er al- veg brennt fyrir misnotkun á þeim, a.m.k. á meðan þær eru í vinnslu. Fyrir skömmu var greint frá því í bandaríska sjónvarpsþættinum 60 Minutes að í Bretlandi hafi svikahrappi tekist að fá aðgang að listaverkaskrá sem Tate-listasafnið hafði tekið saman. Laumaði hann inn í skrána upplýsingum um verk sem hann hafði sjálfur látið búa til; gat síðan vísað í sömu skrá þegar hann seldi verkið dýrum dómum. Oft hefur verið rætt um að koma upp og gefa út heildarskrár yfir verk nokkurra íslenskra listamanna, og hefur nafn Kjarvals oftast verið nefnt í því sambandi, enda bæði afkastamestur og „breytilegastur“ listamanna okkar. Hins vegar hefur verið þrautin þyngri að sannfæra opinbera aðila um nauð- syn þess að hefja slíka verkaskráningu með skipulegum hætti. Eina heildar- skráin yfir verk íslensks listamanns sem til er, skrá yfir lífsstarf Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara, var að mestu fjármögnuð af safni listamannins og ættingjum hans. Óhætt er að segja að hún hafi þegar orðið til þess að aðil- ar sem reyndu að selja afsteypur grískra lágmynda sem höfundarverk Sigur- jóns neyddust til að draga í land með þá tilraun. Man ég gjörla að árið 1976 þótti það fremur óforskammað af okkur, ung- um listfræðingum, að lýsa því yfir opinberlega að peningum sem veita átti Indriða G. Þorsteinssyni til ritunar á ævisögu Kjarvals, væri betur varið til undirbúnings heildarskráningar á verkum listamannins. Þessi launaða ævi- söguritunin stóð yfir í níu ár og að henni ólastaðri má nærri geta hve mikið hefði verið hægt að skrá af verkum á þeim tíma. Skyldi sú illskeytta gagnrýni sem listfræðingar sættu í framhaldi af þessari yfirlýsingu ekki hafa verið upphafið að þrálátum tilraunum nokkurra eldri listamanna og íhaldssamra vina þeirra til að gera tortryggilegt nánast allt það sem þessi tiltölulega unga starfsstétt tók og tekur sér fyrir hendur: mynd- listargagnrýni, sýningarstjórn, safnavinnu, svo ekki sé minnst á ráðgjöf varð- andi kaup, umönnun og upphengingu myndverka? Enn í dag skín andúð á 90 www.malogmenning.is TMM 2000:2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.