Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Qupperneq 95
MEIRA UM FALS OG PRETTI
böndum sínum á Norðurlöndum og rannsóknarleiðangrum um Hafnar-
slóðir og Oslóar. Því var auðvitað viðbúið að eftirgrennslan þeirra mundi
bera einhvern árangur. Það fór hins vegar ekki framhjá viðskiptavinum
gallerísins að í þessum leiðöngrum voru aðstandendur ekki einasta að setja
sig í samband við eigendur íslenskra listaverka, væntanlega í því augnamiði
að fá fr á þeim verk til umboðssölu eða uppboða, heldur festu þeir sjálfir kaup
á verkum í stórum stíl til endursölu heima á íslandi. íslensk lög eru svo
gloppótt að þau banna ekki aðilum sem stunda uppboðsstarfsemi að kaupa
og endurselja listaverk, en í nágrannalöndum okkar er slíkt flokkað undir
innherjaviðskipti og forboðið með öllu. Hér hefðu lögffóðir aðilar átt að
grípa í taumana í tæka tíð.
Einnig var grunsamlegt hve mikið af þessum nýuppgötvuðu verkum,
auðkennd íslenskum listamönnum, virtust undirmálsverk eða beinlínis illa
gerð. Og enn gr unsamlegra var hve tregir aðstandendur gallerísins voru til að
upplýsa um uppruna þeirra verka sem þeir voru að selja. Á þetta við um báða
framkvæmdastjóra gallerísins. Sá sem þetta skrifar þurfti raunar að sitja
undir óbótaskömmum fýrrverandi framkvæmdastjóra, Úlfars Þormóðs-
sonar, eitt sinn er hann fór fr am á upplýsingar um tiltekna mynd sem auglýst
var til uppboðs. Inntakið í þeirri ræðu var eitthvað á þá leið að eftirgrennslan
mín væri atlaga að starfsheiðri hans. Einhverjir aðrir fyrirspyrjendur munu
hafa fengið svipaða útreið.
Báru þeir framkvæmdastjórar ítrekað fyrir sig trúnað við upprunalega
eigendur verkanna, sögðu ýmist að um væri að ræða erfðamál eða annars
konar tilfinningamál - fátækar ekkjur væru kannski að selja lausamuni til að
eiga fyrir sköttum - sem taka yrði tillit til í okkar litla þjóðfélagi, eða þá að
vegna vöntunar á heimildum og mikils kostnaðar væri ógerlegt að útbúa eig-
endasögu fyrir hvert listaverk sem þeir væru með undir höndum. Auk þess
væri galleríinu alls ekki skylt að leggja fram eigendasögur, frekar en gallerí-
um og uppboðsfyrirtækjum í nágrannalöndunum.
Við þetta má bæta að eini íslenski listasalurinn sem í dag stendur fyrir
uppboðum á íslenskum listaverkum, Gallerí Fold, hvers aðstandendur hafa
verið ófeimnir að gagnrýna framferði kollega sinna á Galleríi Borg, leggur
ekki heldur fr am eigendasögur þeirra verka sem það tekur í umboðssölu eða
til uppboðs.
Út af fyrir sig er það satt og rétt að þessi upplýsingaskylda er hvorki lögð á
erlenda né íslenska listhöndlara með lögum. Hins vegar hafa erlendir list-
höndlarar talið hagsmunum sínum og viðskiptavinanna best borgið með
því að láta upplýsingar um uppruna og eigendur listaverka liggja frammi,
nema í algjörum undantekningartilfellum. Jafhvel í slíkum tilfellum hafa
„lysthafendur“ getað fengið aðgang að eigendasögum í fyllsta trúnaði.
TMM 2000:2
www.malogmenning.is
93