Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Side 95

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Side 95
MEIRA UM FALS OG PRETTI böndum sínum á Norðurlöndum og rannsóknarleiðangrum um Hafnar- slóðir og Oslóar. Því var auðvitað viðbúið að eftirgrennslan þeirra mundi bera einhvern árangur. Það fór hins vegar ekki framhjá viðskiptavinum gallerísins að í þessum leiðöngrum voru aðstandendur ekki einasta að setja sig í samband við eigendur íslenskra listaverka, væntanlega í því augnamiði að fá fr á þeim verk til umboðssölu eða uppboða, heldur festu þeir sjálfir kaup á verkum í stórum stíl til endursölu heima á íslandi. íslensk lög eru svo gloppótt að þau banna ekki aðilum sem stunda uppboðsstarfsemi að kaupa og endurselja listaverk, en í nágrannalöndum okkar er slíkt flokkað undir innherjaviðskipti og forboðið með öllu. Hér hefðu lögffóðir aðilar átt að grípa í taumana í tæka tíð. Einnig var grunsamlegt hve mikið af þessum nýuppgötvuðu verkum, auðkennd íslenskum listamönnum, virtust undirmálsverk eða beinlínis illa gerð. Og enn gr unsamlegra var hve tregir aðstandendur gallerísins voru til að upplýsa um uppruna þeirra verka sem þeir voru að selja. Á þetta við um báða framkvæmdastjóra gallerísins. Sá sem þetta skrifar þurfti raunar að sitja undir óbótaskömmum fýrrverandi framkvæmdastjóra, Úlfars Þormóðs- sonar, eitt sinn er hann fór fr am á upplýsingar um tiltekna mynd sem auglýst var til uppboðs. Inntakið í þeirri ræðu var eitthvað á þá leið að eftirgrennslan mín væri atlaga að starfsheiðri hans. Einhverjir aðrir fyrirspyrjendur munu hafa fengið svipaða útreið. Báru þeir framkvæmdastjórar ítrekað fyrir sig trúnað við upprunalega eigendur verkanna, sögðu ýmist að um væri að ræða erfðamál eða annars konar tilfinningamál - fátækar ekkjur væru kannski að selja lausamuni til að eiga fyrir sköttum - sem taka yrði tillit til í okkar litla þjóðfélagi, eða þá að vegna vöntunar á heimildum og mikils kostnaðar væri ógerlegt að útbúa eig- endasögu fyrir hvert listaverk sem þeir væru með undir höndum. Auk þess væri galleríinu alls ekki skylt að leggja fram eigendasögur, frekar en gallerí- um og uppboðsfyrirtækjum í nágrannalöndunum. Við þetta má bæta að eini íslenski listasalurinn sem í dag stendur fyrir uppboðum á íslenskum listaverkum, Gallerí Fold, hvers aðstandendur hafa verið ófeimnir að gagnrýna framferði kollega sinna á Galleríi Borg, leggur ekki heldur fr am eigendasögur þeirra verka sem það tekur í umboðssölu eða til uppboðs. Út af fyrir sig er það satt og rétt að þessi upplýsingaskylda er hvorki lögð á erlenda né íslenska listhöndlara með lögum. Hins vegar hafa erlendir list- höndlarar talið hagsmunum sínum og viðskiptavinanna best borgið með því að láta upplýsingar um uppruna og eigendur listaverka liggja frammi, nema í algjörum undantekningartilfellum. Jafhvel í slíkum tilfellum hafa „lysthafendur“ getað fengið aðgang að eigendasögum í fyllsta trúnaði. TMM 2000:2 www.malogmenning.is 93
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.