Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Blaðsíða 107

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Blaðsíða 107
RITDÓMAR afdráttarlausa niðurstöðu bókarinnar um tvíeðli tímans. Ljóðið hljóðar svo í heild sinni: Þegar tímaglasi okkar er á botninn hvolft við fæðingu, bendir tíminn á stundlegt eðli okkar. En við gleymum því fljótt þegar við kynnumst dýrðlegu tvíeðli tímans: hinni upp- höfnu stund sem réttlætir hinar dauðu stundir. Stundlegt eðli okkar riíjast svo vitan- lega upp þegar síðasta sandkornið er að renna niður. Sandur. Dauður sandur. Upphafinn sandur. Öllu knappari og nákvæmari skilgrein- ingu á manninum er erfitt að orða. Mað- urinn er gerður úr efni þ.e. sandi en maðurinn er meira en það, hann er „upphafinn sandur“. Eins og áður var sagt er auðvelt að sjá súrrealísk einkenni á skáldskap Sigurðar Pálssonar. Eitt af nýstárlegri ljóðum Ljóð- tímaskyns nefnist „Óráð“ og ber nafn með rentu. Það minnir á hina ósjálffáðu skrift sem sumir súrrealistar lögðu nokkra stund á og er fullkomlega óskilj- anlegt en skemmilegt og ber vitni um sköpunarkraft höfundar. Annað áhuga- vert og öllu skiljanlegra ljóð heitir „Tein- ar“. Súrrealískur andi svífur einnig yfir vötnunum í þessu ljóði. Lýst er ferðum um ísland með neðanjarðarlest og ýmsar furður eiga sér stað á borð við „hímandi neonfólk“ á stöðvunum og ýmislegt fleira í þeim dúr. Ljóðið er draumkennt að því leyti að engu er líkara en veruleiki draumsins ríki í því, samanber þegar ljóð- mælandi hlustar á greinargerð fínlega mannsins um klefana í Selfosslestinni „langt innan úr málmkenndri nótt / alla leið inn í teinalausan morgun“. Þriðji hluti Ljóðtímaskyns heitir Söngtími og inniheldur 15 ljóð sem flest eru ffemur hnitmiðuð. Skemmtilegt myndmál er að finna í ljóðinu „Berja- lyng“ en upphaf þess hljóðar svo: Lyngið spennir greipar utan um hnöttóttar þúfur berjabláar á síðsumri Síðar í ljóðinu eru berin myndhverfð í marga litla hnetti og leikið með andstæð- una mikró kosmos - makró kosmos og eykur það stórum listgildi ljóðsins. Ljóðið „Dýrðarsöngvar“ er í senn ádeila á öfgafulla þjóðernisdýrkun og holl áminning um að það getur einnig gengið út í öfgar að efast um alla hluti. Efann má líka draga í efa. Upphaf ljóðs- ins er á þessa leið: Þjóðin landið náttúran ... Geta orðið Blóðþyrstir hjáguðir Skylduvon Dýrðarsöngvar Vonarnauðung En jafhvel þó við syngjum Efanum lof Má alveg efast um efann Ekki síður en aðra dýrkun Ekki síður en aðra hjáguði Mörg fleiri áhugaverð ljóð er að finna í þriðja hluta bókarinnar. Nefna má hið spaklega ljóð „Gagnvirkir kraft ar“ um sí- breytileik tilverunnar og ljóðin „Augun“ TMM 2000:2 www.malogmenning.is 105
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.