Dagrenning - 01.12.1956, Blaðsíða 7
-------------------------------------------------^
JÓNAS GUÐMUNDSSON:
• •
Orlaáastund hiima frjálsu
tjóða nálgast óðum
„Ég þekki verkin þín, að þú ert hvorki kaldur né heitur; betur
að þú værir kaldur eða heitur. Því er það: a£ því að þú ert hálfvolg-
ur, og ert hvorki heitur né kaldur, mun ég skyrpa þér þér út af
munni mínum. Af því að þú segir: Ég er ríkur og er orðinn auðug-
ur og þarfnast einskis, — og þú veist ekki, að þú ert vesalingur og
augingi og fátækur og blindur og nakinn. Ég ræð þér að þú kaupir
gull brennt í eldi, til þess að þú verðir auðugur, og hvít klæði til
að skýla þér með, og eigi komi í ljós vanvirða nektar þinnar, og
smyrsl að smyrja með augu þín, til þess að þú verðir sjáandi.“
(Opinb. 3. 15-19).
Fyrstu óumdeilanlegu ófriðarmerkin.
Þegar síðasta hefti Dagrenningar kom út, í ágústmánuði s.l., voru
margir, hér á landi og víðar, allbjartsýnir á ástandið í heimsmálunum.
Sumir bjuggust meira að segja við því, að svo skipaðist fljótlega að vest-
rænar þjóðir gætu án áhættu farið að draga úr vörnum sínum og allt
samstarf milli austrænna og vestrænna þjóða færi að ganga greiðlegar en
verið hafði. Þessi bjartsýni byggðist aðallega á hinni nýju stefnu, sem
kommúnistar höfðu haldið uppi síðan á Genfarfundinum 1955, og Banda-
ríkin hafa stutt, beint og óbeint, síðan, og nefnd er ýmsum nöfnum, svo
sem Títóisimi, and-Stalínismi o. fl., en er réttnefnd nýkommúnismi, þvi
að hér er aðeins um nýtt „andlit“ þeirrar þrauthugsuðu lieimsyfirráða-
stefnu að ræða.
Hér á Islandi virtist fylgi þessarar stefnu mjög vaxandi, og segja má
að gengi hennar væri orðið slíkt í Bandaríkjunum, að bæði Eisenhower
forseti og Dulles utanríkisráðherra væru orðnir hálfgildings nýkommún-
istar. Hvergi reis þessi heimskulega alda þó hærra en í Bretlandi og
V___________________________________________________________________________>
DAGRENNING 5