Dagrenning - 01.12.1956, Blaðsíða 59

Dagrenning - 01.12.1956, Blaðsíða 59
um, sem orsaka það, að Súesskurðurinn þornar upp og stór fjöll í Palestínu klofna, svo að sjórinn flæðir gegnum Dauðahafið, sem þá verður 1000 feta djúpur skurður, með Jerúsalem sem hafnarborg? Samkvæmt hinni endurskoðuðu þýð- ingu segir Bíleam, að „skip komi frá ströndum Chittim" (Kýpur og Möltu o. s. frv.) og þau muni herja á Assúr og Eber (löndin handan við fljótið) og þeim verði einnig eytt. En hvernig kemur Assúr (Assyría) inn í þetta? Hið frábæra lærdómsrit Milners, sem getið var hér að framan leysir þá ráð- gátu Biblíunnar, hjá Ezekiel 38, 17 og Míka 5, 5 og 6, þar sem sagt er, að hinn forni þjóðflokkur, er kallaður var Assyr- íumenn, eigi að koma inn í Palestínu að síðustu sem árásarher. Lærðir menn hafa talið þetta líkinga- mál, en Milner sýnir fram á það, eftir fomum assýriskum áletrunum og fjölda annarra heimilda frá rithöfundum forn- aldar og miðalda — Gyðingum, kristnum og arabiskum — að konungar Assýríu hafi sent hershöfðingja gegn Muski, bæði í norður og vesturátt og alla leið austur til Kína, og þeir hafi skilið setu- lið sín og ættmenni eftir meðal allra Jafetsþjóða, í herferðum þessum. Eftir jressu eru herforingjar Gógs af- komendur hinna fornu Assýríumanna, sem settust að í löndum þessum, og þá einnig vestur frá, og þannig er skýring fengin á þessum torráðnu ritningarstöð- um, sem áður var getið. Loks er að minnast þeirrar staðreynd- ar, að rússnesk miðaldamenning var mót- uð af grískum áhrifum, frá „litla horn- inu“, sem talað er um í 8. kap. Daníels, þ. e. grízku kirkjunni, sem dreifði sínum hættulegu stjórnmálaáhrifum út frá Konstantinopel — Róm annarri — til Moskvu — sem er hin jrriðja Róm. í nútímamáli Rússa er rneira að segja notað grízkt stafróf (Cyrillic), svo að vér sjáum þar greinilega áhrifin frá síðasta tímabili grízka heimsveldisins — þeir eru Jafetsþjóð, sem nú er að ganga inn í hið harðsnúna bandalag Jafetsættar- innar. Vér skulum nú athuga lieimsóknir Jreirra Malenkoffs, Búlganins og Krúséffs og lesa síðan aftur, án allra fordóma eða fyrir frarn myndaðra skoðana, 8. kapitula Daníels, 23—26 vers, um lokajrátt grízka heimsveldisins. . „En jregar ríki þeirra tekur að enda, þá er trúrofarnir hafa fyllt mælinn, mun konungur nokkur (ríki) upp rísa, bæði illúðlegur og hrekkvís. Vald lians mun mikið verða, og jró eigi fyrir jjrótt lians sjálfs; hann mun gjöra ótrúlega mikið tjón og verða giftudrjúgur í jrví sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann mun voldugum tjón vinna og hugur lians beinast gegn hinum heilögu. Vél- ræðum mun liann til vegar koma með hendi sinni og hyggja á stórræði og steypa mörgum í glötun, er þeir eiga sér einskis ills von; já, hann mun rísa gegn höfð- ingja höfðingjanna, en jró sundur mulinn verða án manna tilverknaðar.“ Þegar sýnt þótti að „litla liornið" aust- ur frá og Islam væri hið sama, hefur það væntanlega auðveldað ráðningu spádóms- ins að nokkru leyti, en flestir Jrýðendur gerðu sér samt grein fyrir því, að enda- Jrótt þarna væri fundin nokkur skýring, kom þó rússneska herveldið í öllum at- riðum miklu betur heim við heildarráðn- ingu spádómsins. Sú skýring, að trúvillingakirkjan í Austur-Evrópu og þetta herveldi sé hið DAGRENNING 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.