Dagrenning - 01.12.1956, Blaðsíða 41
þess að neyta „brauðs barnanna“. Faðir-
inn hefur veitt oss viðtöku fyrir Krist.
Sá yngsti þeirra, sem hafa endurfæðzt,
eða hið veikasta „barn í Kristi“, á þann-
ig jafnmikinn rétt á lækningu eins og
fullreyndur, kristinn maður.
5. Sumir eru óhlýðnir eða Jónasar-
trúmenn. Sumir kristnir menn eru ó-
hlýðnir. Þeir breyta ekki í samræmi við
þá þekkingu, sem þeir bafa öðlast. Vér
verðum að „framganga í ljósinu, eins
og hann er sjálfur í ljósinu." í fyrirheit-
inu, sem Isi'aelsmönnum var gefið um
lækningu, var ákvæði um hlýðni við
fyrirmæli Ritningarinnar: „Ef þú hlýð-
ir gaumgæfilega raust Drottnins, Guðs
þíns, og gjörir það, sem rétt er fyrir
honum, þá vil ég engan þann sjúkdóm
á þig leggja, sem ég lagði á Egypta, því
að ég er Drottinn, græðari þinn.“ Sum-
ir óhlýðnast jafnvel einföldustu fyrir-
mælum Ritningarinnar. Sumir gjalda
ekki tíund, enda þótt Kristur segði: „En
þetta bar yður að gjöra." Sumir sækja
hús Drottins óreglulega, þótt þeir gefi
sér tíma til að sinna öðrum hlutum.
Þótt menn sæki lækningasamkomur og
láti biðja fyrir sér, bæta þeir ekki með
því fyrir vanrækslu á fyrirskipuninni í
10. kap. 25. v. Hebreabréfsins. Sumir
eru kallaðir til starfa í kirkju sinni, en
eru andlegir letingjar og óhlýðnast
þannig Guði. Slík óhlýðni er synd. Bæn-
ir geta ekki komið í stað játninga og
afturhvarfs frá slíkurn syndum. (Lesið
Jósúa 7. 10—12).
Margir ákalla Drottin í neyð sinni
eins og Jónas gerði (Jónas 2, 2—9). En
frelsunin kom ekki fyrr en hann var fús
til að hafna „fánýtum falsgoðum" og
„færa fórnir með lofgjörðarsöng". Jónas
sagði: „Ég vil greiða það, er ég hef
heitið". Jónas varð að gjalda flótta sinn
frá Drottni dýru verði. Leið hans lá nið-
ur á við, og leiðin frá Guði liggur ávallt
niður. Athugið hve Jónas barst dýpra
og dýpra á flóttanum frá augliti Guðs.
Hann fór niður til Joppe. Hann fór nið-
ur að skipinu. Hann fór niður í neðsta
rúm skipsins. Hann fór niður í sjóinn.
Hann fór niður í kvið fisksins. Þegar
hann var í kviði fisksins sagði hann:
„Ég steig niður að grundvöllum fjall-
anna.“ Loks tók hann að biðja: „Ég kall-
aði til Drottins í neyð minni og hann
svaraði mér; frá skauti Heljar hrópaði
ég, og þú heyrðir raust mína.“ Guð
heyrði til Jónasar, þegar liann vildi
greiða það, sem hann hafði heitið. Hann
mun einnig heyra til þín, ef þú villt
hlýða boðum hans.
IV. kafli.
Satan er orsök sjúkdóma.
Syndin greiðir sjúkdómum og þján-
ingum braut til vor, en hvaðan koma
sjúkdómarnir? Sé nokkuð ótvírætt í
Biblíunni er það sá sannleikur, að þján-
ingarnar koma frá Satan og ríki myrk-
ursins. Vér skulum taka nokkur dæmi
úr Ritningunni þessu til sönnunar:
Fyrst er þá Job. Skjólgarður var um-
hverfis Job, og Satan gat ekki snert
hann (Job. 1, 10). En svo bar það til, að
Guð leyfði Satan að slá ættföðurinn.
Athugið, að Guð gaf leyfið, en það var
Satan, sem sló Job kaununum:
„Þá gekk Satan frá augliti Drottins og
sló Job illkynjuðum kaunum frá hvirfli
til i'lja“. (Job. 2, 7).
Næst er sagan um sjúku konuna: Þessi
kona hafði verið kreppt og ekki getað
rétt úr sér í átján ár. Farisearnir mót-
mæltu því, að Kristur læknaði konuna
DAGRENNING 39