Dagrenning - 01.12.1956, Blaðsíða 9

Dagrenning - 01.12.1956, Blaðsíða 9
 ---------------------------------------------------------------------------------------- Svona langt þurfti hún að sökkva — og þó er enn ekki vaknað til fulls skilnings, eins og síðar mun verða vikið að. Upplausn Bretaveldis og hrun Frakklands. Þeir atburðir, sem augu almennings hafa fest sig við á síðari hluta þessa árs, eru átökin um Súezskurðinn og uppreisnin í Ungverjalandi, og er það að vonum. Margt hefur verið ritað og rætt um Súezdeiluna síðustu vikurnar, en þó gera fæstir sér fulla grein fyrir því, hvað þar hefur raunverulega gerzt. Eftir að síðustu styrjöld lauk og „Sameinuðu þjóðirnar“ fóru að hafa af- skipti af stjórnmálum heimsins hefur stefna þeirra verið sú, að leysa upp „nýlenduríkin“ svokölluðu, og er þá einkum átt við Bretaveldi, Frakkland og ríki Hollendinga. Asíu- og Afríkulönd, sem þessar þjóðir hafa stjórnað — að sjálfsögðu mismunandi vel — hafa hvert af öðru verið losuð úr tengslum við aðal- ríkin, og gerð að sjálfstæðum ríkjum án þess að hugleiða nokkuð hverjar afleiðingarnar yrðu. Þrjú öfl hafa aðallega staðið að þessum aðgerðum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna: Rússar, Bandaríkin og sósíaldemókratar — þ. e. fulltrúar þeirra ríkisstjóma, þar sem sósíaldemókratar ráða mestu eða öllu. Þannig hefur hvert landið af öðru losað um tengsl sín. Við Bretland hafa skilið Indland, Pakistan, Ceylon, Iran, Irak, Palestína og síðast en ekki sízt Egiptaland. Frakkland hefur verið knúið til að láta af hendi nýlendur sínar í Austur-Asíu, svo og Sýrland, Libanon, Tunis og Marokkó. Holland hefur orðið að láta af hendi alla Indónesíu og enn er það krafið um lönd þar austurfrá. Afleiðingin af þessari „utanríkispólitík“ hefur orðið vaxandi örðug- leikar í samskiptum þjóða og landa, viðsjár og hættulegir valdadraumar einræðissinnaðra manna, sem hefjast skyndilega til valda. Bandaríkin, sem sjálf voru einu sinni brezk nýlenda, virðast ganga með einhvers konar minnimáttarkennd gagnvart Bretum, enn þann dag í dag. Þau telja sér því skylt að styðja allar kröfur allra nýlenduþjóða um „frelsi“ og „sjálf- stæði“, hversu fjarri lagi sem þær eru, þegar Bretar, Frakkar og Hollend- ingar eiga í hlut, en þau horfa aðgerðalaus á nýlendukúgun Rússa — hafa beinlínis átt hult að því — að Rússar innlimuðu hvert landið af öðm og hnepptu þjóðir Evrópu og Asíu í þrældómsviðjar, sem þær fá aldrei af sér brotið hjálparlaust. Þetta hróplega ósamræmi í utanríkisstefnu Banda- ríkjanna á mikla sök á því, hvemig nú er komið högum margra þjóða, v——______________________________________________________________________. DAGRENNING 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.