Dagrenning - 01.12.1956, Blaðsíða 21
r----------------------------------------------------------------—---------------n
spyrnan brotin á bak aftur með hryllilegum aðferðum. Fyrstu dagana var
skotið miskunnarlaust á hvern þann, sem sást á götum úti, en þegar göt-
urnar voru mannlausar, dundi vélbyssuskothríðin á framhliðum húsanna.
Að nokkrum dögum liðnum voru íbúamir orðnir svo aðþrengdir af hungri,
að þeir neyddust til að hætta sér út í matarleit, en þá skutu rússnesku her-
mennirnir á biðraðirnar við búðimar. Einn daginn var komið með meira
en 100 manns, særða og limlesta úr einni biðröð, í sjúkrahúsið þar sem
danski læknirinn Ole Lippmann starfar, á vegum Rauða krossins.
Sjúkrabílar frá Rauða krossinum hafa hvað eftir annað orðið fyrir skot-
hríð, þegar þeir hafa verið að reyna að taka upp sært fólk. Ungverski Rauði
krossinn reyndi eitt sinn að fá tveggja stunda vopnahlé, til þess að safna
saman þúsundum særðra manna frá orustum síðustu daga, en var neitað
um það.
Allt bendir til þess, að árás Rússa hafi kostað fleiri mannslíf og meiri
eyðileggingu en sjálf byltingin. Verst eru verkamannahverfin í suðurliluta
borgarinnar leikin. Þar er fjöldi húsa lagður í rústir. í miðhlutanum er
eyðileggingin mest á Lenin- og Rakozi-strætum. Yfir tuttugu hús em í
rústum á Rakozi-götu einni. Alls staðar er gasþefur frá sprengdum gas-
leiðslum. Stórir hlutar höfuðborgarinnar hafa nú hvorki gas né rafmagn.
Miklu átakanlegra en allar þessar eyðileggingar var þó að sjá vonleysið
í svip fólksins. Ég mun aldrei gleyma þeirri sjón, er fyrir okkur bar, þegar
við fórum frá Budapest í þremur einkabifreiðum, merktum með erlendum
fánum. Þótt sunnudagur væri, voru göturnar fullar af fólki, sem hafði far-
ið út í þeim erindum að reyna að ná sér í eitthvað að borða. Það stóð eins
og lifandi múrveggur umhverfis okkur, þar sem við þokuðumst hægt
áfram í vesturátt eftir götum, sem voru lítt færir fyrir skemmdum. Þús-
undir Ungverja stóðu þarna berhöfðaðir og veifuðu í kveðjuskyni til
hinna erlendu þjóðfána og í mótmælaskyni gegn níðingsverkunum að
austan.
„Þökk, þökk“, hljómaði fyrir eyrum okkar. Konur ruddust að bílrúð-
unum, fómandi höndum og sorgþjáðar á svip. Það leyndi sér ekki, hvern-
ig þessu fólki var innan brjósts. Þetta var eins og jarðarför hinnar ungversku
frelsisbaráttu.
Ég gleymi aldrei fólkinu, sem hópaðist um okkur hvað eftir annað á
ferðum okkar um borgina þessa daga, sem við vomm að kynna okkur ástand-
ið eftir tortímingarstarf rússneska hersins. Enginn okkar mun gleyma kon-
unni, sem í fátækt sinni og gasleysinu færði okkar heitt te og brauð, meðan
við biðum klukkustundum saman í kuldanum fyrir utan bækistöðvar rúss-
nesku herstjórnarinnar. Og hvert sinn, sem við vorum beðnir fyrir kveðju
heim, fylgdi þetta með:
s______________________________________________:_________________________________>
DAGRENNING 19