Dagrenning - 01.12.1956, Blaðsíða 13

Dagrenning - 01.12.1956, Blaðsíða 13
r------------------------------------------------------------------------------ Þetta gat auðvitað ekki endað nema á einn veg, þann, að Bretar og Frakkar hlutu að segja að fullu skilið við Bandaríkin hvað snerti sam- starf á þessum slóðum. Að því rak líka. Þeir hófu liðflutninga í allstórum stíl til bækistöðva sinna við Miðjarðarhaf, og voru viðbúnir að taka til eigin ráða, ef nauðsvn krefði. En ekkert af þessu dugði þó til að beygja Breta og Frakka. Olíubirgð- ir voru allverulegar bæði í Bretlandi, brezku samveldislöndunum og öðr- um Evrópulöndum, og með sparnaði mátti láta þær endast marga mánuði. En þá gripu Bandaríkin til þess ódrengskaparbragðs, sem lengi mun minnst verða í viðskiptasögu vestrænna þjóða sem einnar verstu rýtings- stungu í bak þeirra, og það var að banna olíusölu til Evrópu þar til farið hefði verið að vilja hinna bandarísku olíufélaga í Súezmálinu. Þessi ákvörðun var dulbúin refsiaðgerð Bandaríkjanna við Bretland og Frakkland og raunar flestar aðrar Evrópuþjóðir. Enda er nú svo komið að íslendingar eru eina þjóðin í Evrópu, sem ekki þarf að skammta benzín og olíur, af því að hún er, hvað þær vörur snertir, á hagsmuna- svæði Sovétríkjanna!!! Þarna er hinum „frjálsu viðskiptum" og samstarfi vestrænna þjóða rétt lýst! Þvílík forsmán! Nú er takmarki olíufélaganna bandarísku náð. Fimmtán stærstu olíu- félög Bandaríkjanna hafa með leyfi og samþykki Bandaríkjastjórnar, myndað með sér einokunarhring til að selja Evrópu þá olíu, sem hún þarfnast, og við því verði, sem þau ein ákveða. Olíuvinnsla og olíuverzlun Breta er svo að kalla eyðilögð og siglingaleið þeirra lokuð, fyrst og fremst fyrir tilverknað Bandaríkjanna. Þau hafa beint og óbeint — vitandi og óafvitandi — stutt einræðisherrann Nasser og alþjóðakommúnismann til þessara framkvæmda. ★ f franska stórblaðinu Le Figaro stóð þessi athyglisverða frétt hinn 10. sept. síðastliðinn: „Kyndug samsteypa hefir verið mynduð, sem nær frá Moskvu til höf- uðborga hinna hlutlausu ríkja í Asíu, og frá Washington til frjálslyndra manna og verkalýðssinna í Bretlandi, í því skyni að hindra að Bretar og Frakkar skerði hár á höfði Nassers höfuðsmanns." Þetta reyndist einkennilega rétt nokkrum vikum síðar, eða þegar Frakk- ar og Bretar réðust inn í Súez. Þá hótuðu Rússar að ráðast á Breta og Frakka. Bandaríkjastjórn hótaði refsiaðgerðum og framkvæmdi þær, og brezki verkamannaflokkurinn ærðist. Þessir aðilar voru auk þess dyggilega studdir af Komúnista-Kína og Indlandi Nerús. Hvaða annarleg öfl réðu þessum samtökum? — Var það ef til vill hin „góðkunna samkunda Satans?“ s______________________________________________________________________________-z DAGRENNING H
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.